MICHAEL KORS LOVE AFFAIR

Þegar ég var á rölti um Georgetown í Washington D.C. á sólríkum og fögrum föstudegi núna í júnímánuði þá gat ég ekki annað en ratað inn í Michael Kors búðina. Mig langaði svo að dást enn einu sinni að gula fallega veskinu sem mig var búið að langa í síðan í LA. 

  

Þar sem ég stend og virði þessa fallegu tösku fyrir mér þá segir afgreiðslukonan við mig "You know that all of these bags right here are on sale right now". Ég og DC-ingurinn hún Magga lítum í flýti hvor á aðra og Magga segir strax "Agla, þetta er bara meant to be - kaupt'ana!".

Michael Kors er nefnilega með frekar skemmtilegar og óútreiknanlegar útsölur - þú veist aldrei hvað fer á útsölu og þeir setja kannski tösku X á útsölu í þessari búð á meðan þeir setja tösku Y á útsölu í annari búð og þar er taska X ekki á útsölu. Einnig er oftast bara einn litur af hverri töskutegund á útsölu. Ég var svo heppin að þessi búð var með útsölu á gulum töskum!

Ég var því ekki lengi að hugsa mig um og keypti töskuna hið snarasta - og var one happy camper með Michael Kors pokann minn á leiðinni heim í metroinu  yes

  

**Skemmtileg staðreynd um mig sem ekki margir vita: ég hef sjúklega gaman af því að ferðast með neðanjarðarlestum og gæfi mikið fyrir að búa í borg með slíkum samgöngum. Ég án djóks borga frekar meira fyrir það að fara ferða minna með metro heldur en að splitta taxa - come on, það er hvorki stórborgaralegt né nein tilbreyting frá Íslandi að sitja í leigubíl!

Daginn eftir gat ungfrú verslunaróð ekki hætt að hugsa um Michael Kors seðlaveski sem ég sá líka á útsölu í þessari búð - og það líka Í STÍL við nýja gula veskið mitt. Það varð því úr að ég droppaði enn einu sinni inn í Michael Kors rétt fyrir flugferðina aftur heim og fjárfesti í seðlaveskinu - fínasta sumargjöf frá mér til mín!

  

  

Svo bara var ég fáránlega mikil gella á leiðinni heim í flugvélinni - með MK veskin mín tvö og skóturnana sem ég verslaði mér á Amazon yes heart

  

Konan í innrituninni var í kasti að afgreiða mig - en leist samt sem áður ekkert smá vel á þessa skórekka wink 

Það fyndna er að það bættist enn eitt MK veskið í safnið núna í LA þegar ég fann algjöran fjársjóð á útsölumarkaði - meira um það síðar!

---

Vala skrifaði 29.07.13 kl. 12:49

GEGGJUÐ taska!

---

Hildur skrifaði 29.07.13 kl. 20:46

Vá, mjög næs! Mér finnst rosa gaman að lesa svona bloggfærslur um hvað fólk keypti sér í útlöndum og bara almennt ný föt/skór/snyrtidót, hlakka til að sjá meira þannig smile

---

Agla skrifaði 30.07.13 kl. 9:26

Ekki málið - gott að fá feedback wink

---

Agata skrifaði 04.08.13 kl. 17:38

Hvað kostaði svona gersemi? taskan s.s. eeeelska gulann!

---

Agla skrifaði 05.08.13 kl. 13:09

Taskan kostaði $250 á útsölu og veskið ekki nema $60 smile

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.