Michael Antonio

Michael Antonio Footwear Group er skófyrirtæki sem var stofnað árið 1985 í Los Angeles sem lítið fjölskyldufyrirtæki (hljómar þetta kunnuglega ?)

Ég fékk að heyra það í morgun frá stelpu sem vinnur með mér að það væri ekkert skrýtið að skóáráttan mín hefði náð hæstu hæðum í Los Angeles. Hún var sjálf að koma úr fríi þaðan og sá fallega skó á góðu verði hvert sem hún leit. Það er kannski ekkert skrýtið miðað við öll þessi stóru skófyrirtæki sem hafa sprottið upp í kringum þessa borg – Jeffrey Campbell, Michael Antonio, Chinese Laundry og fleiri.
Michael Antonio framleiðir virkilega fallega skó og má sjá nokkur dæmi hér að neðan en allir neðangreindir skór fast hjá Nasty Gal. Ég er gjörsamlega að missa mig yfir þessum þrískipta hæl - ótrúlega flottur!

  

  

  

  

Meira litaúrval og örlítið lægra verð má finna ef verslað er beint í gegnum Michael Antonio síðuna. Einnig hefur Shop Akira endrum og eins verið með skó frá Michael Antonio.

Forstjóri Michael Antonio Footwear Group er Michael Su en fyrirækið var stofnað af föður hans. Fyrirtækið notar marskonar skemmtilega tækni við vöruþróun og markaðssetningu og valdi t.d. 6 konur úr viðskiptavinahópi sínum til að vera talsmenn vörumerkisins. Fyrirtækið byrjaði á því að velja 12 konur á aldrinum 18-35 ára úr stórum hópi umsækjenda og leyfði viðskiptavinum sínum svo að velja þessar 6 dömur í gegnum kosningu á heimasíðu þeirra. Þessar konur eru t.d. nýttar í auglýsingar og lookbook á vegum fyrirtækisins. Skv. Michael er viðskiptavinahópur fyrirtækisins mjög breiður og samanstendur af konum með mismunandi laun, áhugamál, tískustefnu og lífsstíl. Því fannst þeim betra að fara þá leið að velja þessar 6 talskonur úr viðskiptavinahópnum frekar en að notast við módel sem hafa ekki eins raunveruleg tengsl við vöruna.

Það að nota raunverulega viðskiptavini til að markaðssetja vöruna finnst mér mjög frumlegt og frábært framtak. Dyggir viðskiptavinir þekkja vöruna svo sannarlega langbest og hafa ástríðu fyrir því að taka þátt í kynningu á henni.

Ég hlakka mjög til að eignast fyrsta Michael Antonio parið mitt til að sjá hvort þeir standist væntingar. Nasty Gal valdi klárlega flottustu skóna til að setja í sölu hjá sér og því mun valið standa á milli skóna hér að ofan. Valið verður erfitt en ég er strax búin að þrengja það niður í skó með þessum þrískipta hæl - þá stendur valið á milli þessara fjögurra sem eftir standa. Hvaða skó myndir þú velja ?

---

Kristbjörg Tinna Ásbjörnsdóttir skrifaði 04.10.12 kl. 10:19

Þessi þrískpti hæll er æði! Annars veit ég alls ekki hvaða skó ég myndi velja.. ætla að hugsa það aðeins betur smile

---

GM skrifaði 05.10.12 kl. 15:44

Ég myndi kaupa mér neðstu svörtu skóna, ég elska að þó að þeir nái hátt upp þá gera þeir ökklann ekki stóran og klunnalegan. Væri samt frábært að maður gæti valið að taka skrautið af þegar maður vildi.

Hef reyndar líka gaman af skónum með perlunum og bláa mynstrinu en ég sé fyrir mér að perlurnar detti af með tímanum. Svo virðast þeir líka aðeins lausir á fætinum og þar sem þeir eru renndir þá er ekki hægt að herða þá. Betra að hafa svona háa skó pikkfasta á fætinum ef maður dettur í dansgírinn smile

Skógreining í boði GM.

---

Kristbjörg Tinna Ásbjörnsdóttir skrifaði 05.10.12 kl. 23:29

Ef við værum á FB myndi ég ýta á “like” við þessi skrif þín GM wink

---

shoejungle skrifaði 06.10.12 kl. 12:35

Haha æðisleg skógreining wink Ótrúlega sammála með svörtu skóna - þeir eru algjört æði. Ég held að þeir eða metal bleiku verði fyrir valinu.

---

Hildur María skrifaði 07.10.12 kl. 16:51

Metal bleikur er geeeðveikir! smile

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.