MESSECA

Draumur skóunnandans er að uppgötva nýja og ferska skóhönnuði sem hafa farið fram hjá manni fram til þessa. Nýtt merki sem maður getur bætt við listann endalausa sem maður þarf að velja úr þegar maður leyfir sér endrum og eins að spreða örlítið meira en vanalega í fallega skó.


Ég hef við og við séð þessa skó á Solestruck síðunni en fór ekki að kunna að meta þá fyrr en fyrir nokkrum mánuðum. Þeir eru svo fallegir að ég er búin að lofa sjálfri mér að eins og eitt MESSECA par fái að fylgja mér heim frá LA í október. Spennandi að sjá hvort MESSECA skórnir séu eins þægilegir og þeir eru flottir.


Þá er það stóra spurningin – hvaða par hreppur vinninginn ?

 

 

 

 

 

Þess má geta að efstu tveir skórnir eru með feld á hliðunum - eitthvað sem ég tók ekki eftir fyrr en við nánari skoðun og er virkilega hrifin af.

MESSECA fæst á Solestruck síðunni. 

 

 

---

Guðrún María skrifaði 01.09.12 kl. 12:11

Flott merki - væri sko alveg til í nokkra af þessum!

---

Heiðrún skrifaði 01.09.12 kl. 12:26

2 og 4 er NICE!!!

---

Hildur J skrifaði 01.09.12 kl. 21:18

Sammála Heiðrúnu finnst 2 og 4 mjög flottir og eitt líka svona sem þægjó skó smile en geggjað flott merki

---

Kristbjörg Tinna Ásbjörnsdóttir skrifaði 02.09.12 kl. 3:53

Næst efstu!! Vá þeir eru OF fallegir.. Ég vildi óska að ég væri stödd í USA og til í að spreða smá í eitt stykki sjúklega fallegt skópar smile

---

Agla skrifaði 02.09.12 kl. 14:24

Já ég er ofsa hrifin af þeim öllum en efstu tveir eru eiginlega uppáhalds hjá mér smile

---

http://www.zesinc.com/headphones.html skrifaði 14.04.13 kl. 21:55

I think this is among the most vital info for me. And i’m glad reading your article. But wanna remark on few general things, The web site style is perfect, the articles is really nice : D. Good job, cheers beats by dre headphones http://www.zesinc.com/headphones.html

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.