MESSECA VISIT

Ég heimsótti Messeca stúdíóið (The Messeca Showroom) þegar ég var stödd í New York fyrir stuttu. Þetta er eina Messeca stúdíóið í heiminum og þarna gerast víst allir töfrarnir á bakvið Messeca. Verkstæðið, fundarherbergið, sýningarsalurinn að ógleymdum öllum skónum - þetta er allt saman staðsett í stóru stúdíó-rými á 9. hæð á 5th Avenue, í hjarta Manhattan heart

Sýningarsalurinn er ekki opinn almenningi en viti menn - bloggaratrompið og íslenska sólheimabrosið kom mér að góðum notum því að Messeca skvísurnar leyfðu mér að litast um og smella af nokkrum myndum. Ég hefði reyndar verið til í að vera fluga á vegg og sjá mig valsa þarna um - "like a kid in a candy store". Sennilega frekar skemmtileg sjón þar sem ég tók hverja andköfina á fætur annarri - agndofa af fegurðinni inni í þessu litla rými smile

Messeca New York veggurinn frægi - sem tekur á móti manni um leið og maður stígur út úr lyftunni.

Allir skór sem hafa komið frá hönnuðum Messeca. Þessir skór hafa því miður ekki allir ratað í framleiðslu þar sem sumir þóttu ekki nógu "practical". Ég hefði reyndar klárlega tilheyrt minnihlutahópnum sem hefði keypt marga af þessum skóm, enda ekki mikið fyrir að versla í mainstream deildinni.

  

Messeca Lenni og Messeca Arthur sem eru uppseldir allstaðar. Ég á Arthur skóna (til hægri) og þeir eru einir af mínum uppáhalds skóm.

  

Messeca Sasha til vinstri en til hægri eru skór sem Messeca framleiddi fyrir ShoeDazzle fyrirtækið.

Fegurð í öllum hornum. Þessi útsýnisrúntur minn var góð áminning um það afhverju Messeca er eitt af mínum uppáhalds merkjum.

  

Ég fyrir framan vegginn góða, með Messeca Morgan skóna í höndum mér (sjást reyndar illa á þessari mynd).

Toppurinn yfir i-ið var svo að skora like frá Messeca þegar ég skellti myndinni hér að ofan á instagram smile Það þarf víst ekki mikið til að gleðja lítinn skóálf frá Íslandi.

--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

I stopped by the Messeca Showroom in Manhattan during my last visit to New York. The Messeca girls were really nice and allowed me to look around for a bit and take a few (well - more than a few) pictures. It felt so special to stand in the only Messeca studio in the world - where all the magic behind Messeca takes place. There was a lot of beauty in this room since it was filled with gorgeous shoes in every corner. This was a reminder as to why Messeca is right at the top of my list of favorite brands - next to Jeffrey Campbell of course. To top it all off, the picture of me in front of the famous Messeca New York wall scored a like from Messeca on instagram. Oh, how little it takes to make one little shoegirl from Iceland a very happy girl heart

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.