MESSECASHOP.COM

Eitt af fyrstu bloggunum hér á ShoeJungle fjallaði um skóna frá Messeca. Að sama skapi hafa skórnir frá þessu merki ratað oftar en einu sinni undir skó vikunnar - HÉR og HÉR.

Núna í desember eignaðist ég svo loksins mínu fyrstu Messeca skó og ég get staðfest það að þeir eru jafn þægilegir og þeir eru fallegir. Ég lenti í smá valkvíða en þar sem skórnir voru á helmings afslætti vegna Black Friday útsölunnar gaf ég sjálfri mér tvenna skó frá þessu merki í jólagjöf.

  

Ég hef aldrei áður átt fallegri ökklastígvél, táin er alveg slétt að framan og hællinn skemmtilega geómetrískur. Þessir skór eru klárlega á topp tíu listanum mínum eins og er!

  

Hinir skórnir eru ekki mikið síðri - með loði á hliðunum og  stálbút á hælnum. Messeca hjónin Jacques og Julie eru einfaldlega alveg með þetta og hafa klifrað ansi hratt upp skóheiminn á þessu einu og hálfa ári sem Messeca NYC hefur verið til.

Þrátt fyrir að Messeca fáist víða á netinu, t.a.m. hjá Solestruck, Nasty Gal, Karmaloop, Wasteland og fleirum þá er nú hægt að kaupa skóna beint af Messeca. Vefverslunin www.shopmesseca.com leit dagsins ljós nú á dögunum og má þar fjárfesta í sumarlínu Messeca 2013. Verslunin sendir til Íslands fyrir $20 en sendir frítt innan Bandaríkjanna fyrir þá sem eiga leið sína þangað á næstu mánuðum.

Hér má sjá brot af 2013 lookbookinu:

  

  

  

Glært, stígvél með opinni tá, skræpótt og rósótt ásamt áframhaldandi Oxford tísku er það sem koma skal hjá Messeca í sumar.

Ef þið eigið erindi til New York þá mæli ég eindregið með því að líta við í einu Messeca búðinni í heiminum á 5th Avenue smile

---

Kristbjörg Tinna Ásbjörnsdóttir skrifaði 12.02.13 kl. 23:57

Mér finnst loðið á skónnum svo sjúlega flott!!

---

http://www.zesinc.com/headphones.html skrifaði 14.04.13 kl. 21:55

I have read some good stuff here. Definitely worth bookmarking for revisiting. I wonder how a lot effort you set to create one of these fantastic informative web site. beats by dre headphones http://www.zesinc.com/headphones.html

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.