MATT NAGLALAKK

Það virðist vera hægara sagt en gert að verða sér úti um fallegt naglalakk sem gefur matta en ekki glansandi áferð. Það er í það minnsta ekki til jafn mikið úrval af þessum lökkum og hinum.

Mér finnst matt naglalakk einmitt alveg virkilega fallegt:

  

  

Því var ég frekar sátt þegar góðvinkona mín benti mér á ÞETTA snilldar yfirlakk frá Chanel sem gefur þessa möttu fallegu áferð. Í útsýnisferðinni minni um Rodeo Drive í mars sl. kom ég því ekki tómhent heim heldur með krúttlegasta Chanel poka sem ég veit um en hann var í sömu stærð og naglalakks-flaskan:

  

Þetta yfirlakk gjörsamlega breytir naglalakkinu eins og sjá má á fyrir og eftir myndunum hér að neðan:

  

Á þessari mynd er ég búin að setja yfirlakkið vinstra megin:

Fyrir þær skvísur sem eru mikið í Bandaríkjunum þá fæst þetta lakk í flestum Chanel verslunum ásamt Nordstrom og Macy's. Ég hef ekki kannað hvort þetta er til hérlendis en gæti alveg trúað því að þetta fengist í Hagkaup.

Þrátt fyrir að ég hafi ekki komið heim með skó eftir útsýnisferðina á Rodeo Drive þá var þessi fundur ekkert síðri smile

---

SigrúnVíkings skrifaði 22.04.13 kl. 12:33

Þetta er algert snilldar lakk… er svo ánægð með mitt wink og vá hvað þetta er kjút poki!

---

Hildur skrifaði 22.04.13 kl. 18:16

Ég er einmitt að leita að svona yfirlakki, það eina sem ég hef fundið hérlendis er frá Depend og virkar varla neitt. Það er til svona lakk frá OPI, ég bíð spennt eftir að það komi hingað, örugglega aðeins ódýrari en Chanel wink

---

Agla skrifaði 23.04.13 kl. 7:07

Já ég hef nefnilega heyrt um nokkur svona lökk en einmitt ekki að neitt virki eins vel og Chanel. Ég nánast horfi á naglalakkið breytast meðan yfyrlakkið þornar - mjög kúl wink

Látu vita ef þú prófar OPI wink

---

Dagný Björg skrifaði 30.04.13 kl. 10:44

Mér finnst grátt eða pastellitað naglalakk í möttu sérstaklega falleg. Ef ég fer rétt með þá var hægt að fá  svart, matt naglalakk í Make up store smile

---

Kristbjörg Tinna Ásbjörnsdóttir skrifaði 10.05.13 kl. 11:34

Skemmtilegt að geta lakkað bara yfir og geta þá nýtt öll naglalökkin sín glans og mött.

---

Karen Lind skrifaði 16.05.13 kl. 14:12

Ofur flott! Ég prófaði svona um daginn (frá makeupstore) og mér fannst það einmitt ekki gott. Ég skoða mig um í sumar smile

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.