MANGO YELLOW

Karrýguli liturinn er búinn að vera mjög ráðandi síðustu tvo vetra. Einn af sumarlitunum í ár er alls ekki svo ólíkur þeim karrýgula - nokkrum tónum ljósari og aðeins "sumarlegri".

  

Sá þennan mangógula lit út um allt í USA í sumar. Fjárfesti í skyrtu&bol frá HM í þessum lit og er búin að nota báðar flíkurnar mjög mikið - passa líka fullkomlega við svart sem gerir notkunargildið ekki erfitt.

  

  

  

Nú langar mig í einhvern fallegan mangógulan kjól til að vera í á árshátíð vinkonuhópsins eftir nokkrar vikur:

  

  

  

Flottur litur í stíl við þessa gulu skvísu á himninum sem ég er búin að gera sérsamning við út september að minnsta kosti yes

---

Kristbjörg Tinna skrifaði 05.08.13 kl. 2:45

Æji Agla nú fæ ég kvíðakast smile

---

Agla skrifaði 06.08.13 kl. 0:48

Leigjum okkur saumakonu sem saumar tryllt flotta kjóla á okkur fyrir þann sautjánda… úr mangó gulu efni wink

---

Kristbjörg Tinna Ásbjörnsdóttir skrifaði 15.08.13 kl. 9:25

Selt wink

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.