MAKE UP ORGANIZER

Eins og ég hef áður minnst á þá er ég sökker fyrir raunveruleikasjónvarpi. Bandaríkin eru konungsríki raunveruleikasjónvarpsins og þegar maður hefur búið þar þá hefur maður bókstaflega séð allt. Það eru til þættir um fjölkvæni, 16 ára óléttar unglingsstúlkur, keppni um besta brúðkaupið - you name it.

Þegar ég var í mastersnámi úti í LA þá þróaði ég með mér þann ósið að vera með kveikt á sjónvarpsstöðinni E! á meðan ég var að læra og það leið því ekki á löngu þar til ég var búin að sogast allsvakalega inn í Kardashian hringiðuna (dagskrá E! samanstendur að miklu leyti af sjónvarpsþáttum um þessa stórfjölskyldu). Lífið í Kardashian fjölskyldunni er ekki alltaf dans á rósum - það þarf að velja hvaða kjól maður á að vera í á hinum og þessum viðburðum, vakna stífmálaður fyrir myndavélarnar, sverja fyrir það á hverjum degi að maður sé ekki með sílíkon í rassinum og fá 50 milljónir fyrir að mæta á næturklúbb og segja hæ við viðstadda. Úff púff.

Að öllu gamni slepptu þá er alls ekki leiðinlegt fyrir tískuáhugafólk að fylgjast með þáttunum en þær stöllur reka til að mynda DASH fatabúðirnar í LA, Miami og NY. Ég fjárfesti í jakka úr samstarfi BeBe og DASH árið 2010 og ég hef aldrei notað neinn jakka svona mikið - fullkomin í sniðinu og mjög vandaður. Og burtséð frá því að fá að fylgjast með rekstri fatabúðanna í gegnum þættina þá eru þær stöllur frekar fyndnar og gaman að fylgjast með lúxusvandamálunum þar á bæ - svo eru þær nú  alveg að díla við vandamál okkar ómerkilega fólksins wink Það sem gerði það að verkum að ég festist í þáttunum er samt fatastíll elstu systurinnar (Kourtney) en mér finnst hún með ótrúlega skemmtilegan stíl og eins fer hún sínar eigin leiðir í fatavali.

Jæja þetta er orðinn frekar langur inngangur að því sem ég ætlaði að segja hérna smile Allavega, ég sat einn sólríkan LA dag í stofunni minni og las stærðfræðisannanir (með inniveiki á háu stigi) á meðan ég fylgdist með lúxusvandamálum Kardashian fjölskyldunnar með öðru auganu. Ég rétt svo lít upp úr sannanabrjálæðinu þegar ég rek augun í hina fullkomnu snyrtivörugeymslu hjá henni Kourtney vinkonu minni:

Þetta var fyrir 2,5 árum síðan og ég hef ekki enn hætt að hugsa um þessa hirslu. Vandamálið er að svona akrýl hirslur eru alls ekki ókeypis en þær eru að kosta í ódýrasta falli um 150 dollara sem er tæpur 20 þúsund kall. LA námsmaðurinn og skóáhugamanneskjan gat því ekki réttlæt þau kaup á sínum tíma og ég fjárfesti því í einhverjum wannabe plastskúffum úr Target til að byrja með.

Núna hinsvegar, eftir ótal misheppnaðar tilraunir til að reyna að koma snyrtidótinu mínu þægilega fyrir, er ég alltaf að færast nær því að þessar akrýl hirslur séu málið. Þær eru fallegar, halda utan um snyrtidótið á einfaldan og þægilegan hátt og það er jafnframt auðvelt að gramsa eftir hlutum í þessu. Ég hef lesið fjölmörg reviews um þessar hirslur og þau skemma ekki fyrir - allir sem taka skrefið og fjárfesta í þessum hirslum virðast lofa þær fram í rauðan dauðann.

Fyrir áhugasama þá fæst mín draumahirsla hér á Amazon  (þ.e.a.s. með tilliti til verðs). Ofsa falleg og litlu krúttlegu handföngin skemma ekki fyrir:

Þá er bara spurningin hvort maður eigi að sleppa næstu JC kaupum og splæsa í eina svona frekar ? yes

 

---

Sandra Vilborg skrifaði 22.06.13 kl. 12:12

Ef þú átt leið um London þá er Muji með skemmtilegar acryl hirslur - ég á sjálf nokkrar sem ég nota fyrir skartgripina mína en ætla að stoppa þar í næstu viku og athuga með slíkt fyrir snyrtivörurnar mínar.
Til dæmis þessa.
http://www.muji.eu/pages/online.asp?Sec=9&Sub=39&PID=6000

---

shoejungle skrifaði 22.06.13 kl. 12:25

Ú snilld.. takk kærlega fyrir þessa ábendingu.

Það verður allt eitthvað svo fallegt í svona glærum hirslum wink

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.