LITA GRAD

Haustið 2010 settist ég að í Los Angeles til að leggja stund á framhaldsnám í verkfræði. Fljótlega eftir komuna þangað fór ég að fylgjast með skónum frá Jeffrey Campbell eftir að ég rakst á þá í búðarglugga þegar ég var á röltinu á lítilli göngugötu við Santa Monica ströndina.

Jeffrey Campbell var stofnað árið 2000 í Los Angeles og  var í upphafi lítið fjölskyldurekið fyrirtæki. Það þarf vart að taka það fram að Jeffrey Campbell merkið er í dag orðið eitt af vinsælustu skómerkjum í heimi og eru þeir þekktir fyrir að sameina gæði, þægindi og gott verð. Það sem mér finnst líka skemmtilegt við JC er að eigendurnir eru mjög vandlátir á dreifingaraðila og því sérðu þessa skó ekki í hvaða búð sem er (t.a.m. búa 40 milljónir í Kaliforníufylki en þar eru einungis 18 retail aðilar sem selja JC skó). Ef þú fílar merkið þarftu því að hafa örlítið fyrir því að finna búð sem selur þá og oftar en ekki eru það litlar rótgrónar búðir.  Hinsvegar má finna skóna víða í netverslunum.

Mitt fyrsta Jeffrey Campbell skópar var JC Lita, ólýsanlega þægilegir skór sem því miður eru fórnarlamb hönnunarstuldar á alvarlegu stigi. Nú er ég ekki að segja að ég versli aldrei eftirlíkingar – það eru ekki margar stelpur sem hafa efni á því að kaupa alltaf original skó. En ég átta mig ekki alveg á þessari eftirlíkinga sprengju sem kom eftir að JC Lita urðu vinsælir. Ég er svolítið þannig að mér finnst leiðinlegt að eiga eins föt/skó og margir aðrir og því hafa Lita skórnir mínir ekki verið í mikilli notkun undanfarið því mér finnst hálf leiðinlegt hvernig þeir hverfa í þennan ólgusjó Lita eftirlíkinganna.

Mér finnst nýjasta Lita útgáfan að vísu svolítið skemmtileg. Það er í raun búið að yfirfæra "Ombre" æðið yfir á Lita hælana:

 

Hér kemur glæra trendið líka svolítið við sögu eins og ég bloggaði um nýlega.

  

Það líður sennilega ekki á löngu þar til eftirlíkingar af þessari útgáfu spretta upp útum allan heim. 

---

Hildur skrifaði 26.09.12 kl. 17:10

Vá hvað ég er sammála þér! Lita skórnir eru alveg ónýtir í mínum augum, ég verð bara virkilega pirruð nú til dags þegar ég fer inn í hverja einustu skóbúð bæjarins og sé endalausar eftirlíkingar. Mér finnst Lita Taupe virkilega fallegir og væri alveg til í að eiga þá, en það er varla hægt að fá sér slíka því eftirlíkingarnar eru út um allt og skemma áhugann fyrir mér.

---

Agla skrifaði 27.09.12 kl. 11:46

Algjörlega… þetta er virkilega pirrandi. Svo er það sama að gerast með JC Foxy Wood, reyndar ekki í jafn miklu mæli.

---

Berglind skrifaði 27.09.12 kl. 12:02

Ég man samt eftir þegar að Rumi póstaði mynd af sér í Jessica Simpson Dany wooden platform skónum. Þeir eru nú svolítið líkir JC Lita, voru þeir á undan eða komu á eftir? Ég man að þeir voru uppseldir um leið!

---

Berglind skrifaði 27.09.12 kl. 12:03

og þá á ég við Rumi í Fashion Toast smile

---

Agla skrifaði 27.09.12 kl. 17:46

Þú ert þá að meina að þeir séu líkir JC Foxy Wood er það ekki ? smile

Já, Jessica Simpson Dany komu á undan.. og það hafa verið miklar vangaveltur uppi um það hvort að JC hafi verið að “herma” eftir Dany skónum þegar þeir gáfu út Foxy Wood smile

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.