LIPSTICK JUNGLE

"If you wear lipstick and pluck your eyebrows you could wear nothing else"

Ég er svo sammála þessum orðum sem höfð eru eftir FRIENDS leikkonunni Courtney Cox. Uppáhalds "go-to" lúkkið mitt er látlaus augnfarði, helst bara eyeliner og maskari, og djarfur og flottur varalitur. Mér finnst líka mjög töff að sleppa augnfarðanum alveg, eins og Angelica Blick masterar hér að ofan.

Ég rakst á skemmtilegt varalitapróf um daginn þar sem lögunin á varalitnum á að geta greint þína helstu eiginleika - hver hefur ekki gaman af svona vitleysu ? wink

Ég var einhvernveginn handviss um það að ég beitti mínum varalit á ská, eins og númer 2 eða 5. Niðurstaðan kom mér því dálítið á óvart.

Þið getið sennilega giskað á það hvaða tveir varalitir eru nýlega búnir að bætast við safnið ?

Samkvæmt þessu gríðarlega vísindalega prófi er ég semsagt með sterka siðferðiskennd, mjög áreiðanleg, fljót að hugsa, elska áskoranir og er passasöm á framkomu.

Mæli með því að giska hvernig þið notið varalitina ykkar áður en þið kíkið! Ég er ennþá frekar hissa á því að ég fletji alla mína varaliti út smile


---

Svana skrifaði 14.11.12 kl. 20:13

ég er númer 3!:)

---

Agla skrifaði 14.11.12 kl. 20:18

Haha ertu að grínast hvað það passar vel við þig!

---

Vala skrifaði 15.11.12 kl. 10:52

Ég er líka nr. 3?! Passar það??

---

Agla skrifaði 15.11.12 kl. 14:46

já þú ert samt eiginlega 3 með dass af 5 og 6 wink

---

Rakel skrifaði 15.11.12 kl. 15:54

haha ef aldrei pælt í þessu. Verð að kíkja á varalitina mína!

---

Hildur skrifaði 15.11.12 kl. 19:04

Ú, má ég forvitnast um hvað varalitirnir heita? Þeir lúkka vel, sérstaklega nr. 2 og 3 frá vinstri smile

---

Agla skrifaði 15.11.12 kl. 22:10

Þeir heita í þessari röð: Morange, Russian Red, Lady Danger, Satin Pink, Impassioned og svo Cosmopop frá LimeCrime smile Já ég nota þessa tvo sem þú nefndir einmitt mjög mikið smile

Það er eiginlega frekar fyndin saga hvernig ég keypti Russian Red varalitinn - keypti hann í Boston um daginn þegar ég fór í sólarhringsferð útaf vinnunni. Ég hélt á svona 10 troðfullum innkaupapokum og var að hlaupa upp verslunargötuna í Boston til að komast upp á hótel. Ég var hérumbil að missa af rútunni sem var að fara að skutla okkur út á flugvöll.  Í miðjum hlaupunum sé ég MAC búðina og bara “sjitt ég verð að eignast blóðrauðan varalit”. Ég gat samt varla komist inn um dyrnar á búðinni ég var svo hlaðin af pokum. Tróð mér samt einhvernveginn inn og kallaði upp yfir mig hvort þær ættu einhvern blóðrauðan varalit. Afgreiðslukonan leit á mig og pokana mína í eina sekúndu og bara “So, you’re CLEARLY from Iceland”. Kom svo hlaupandi til mín með Russian Red tester og skellti honum á mig þar sem ég stóð þarna á miðju gólfinu með alla pokana. Ég leit í spegil og bara “jájá, flott - how much?!” og borgaði og hljóp aftur út með mína tíu poka, hóaði í leigubíl og rétt náði upp á hótel í tæka tíð fyrir pick-up. Mómentið þegar ég var að setjast inn í leigubílinn með alla milljón pokana var svona eins og mómentið þegar þær eru að reyna að troða Carrie Bradshaw inní limmósínuna í stóra brúðkaupskjólnum hennar í SATC myndinni haha wink

---

Hildur skrifaði 16.11.12 kl. 12:52

Haha, ég sé þetta fyrir mér, væri nú alveg til í að vera í sömu stöðu, með fullt af nýju fínu dóti, þrátt fyrir stressið wink

Ég á líka Impassioned, hann er geðveikur! Keypti hann einmitt í Florida fyrr á árinu á meðan öll fjölskyldan beið eftir mér fyrir utan búðina, pabbi greyið var ekki að nenna þessu! Á “óvart” 11 varaliti frá Mac þannig að mér finnst gaman að sjá hvaða litir eru í uppáhaldi hjá öðrum.

Annars vil ég hrósa þér fyrir skemmtilegt blogg, lít mjög reglulega við hér smile

---

Agla skrifaði 19.11.12 kl. 0:20

Æj takk kærlega fyrir það, gaman að heyra smile

Já þegar maður er búin að prófa MAC þá er eiginlega ekki aftur snúið! Mæli samt með LimeCrime, þeir eru með fríkaða en mjög vandaða varaliti smile

---

Agata skrifaði 08.12.12 kl. 17:54

Svo fyndið hvað Boston búar eru alveg með það að Íslendingar séu verslunarsjúkir smile Veit ekki hvort þú sért flugfreyja hjá icelandair eða hvað en þá fannst einum kallinum í lobbíinu á colonnade hotel ógeðslega fyndið að við værum alltaf að taka með okkur risa ferðatöskur í mollin og outletið heheh.

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.