LINE-UP FOR COACHELLA 2014

Ég var ennþá hálfsofandi þegar ég slökkti á vekjaraklukkunni síðastliðinn fimmtudagsmorgun. Á meðan ég sannfæri sjálfan mig um að það sé komin morgun þrátt fyrir svartamyrkur, tek ég daglega morgunrúntinn minn á instagram.  Tveimur sekúndum síðan er ég sprottin fram úr rúminu og hleypi nokkrum hásum píkuskrækjum út á meðan ég stari stóreygð á iphone skjáinn. Ójá, þarna blasir við mér hið dýrlega og langþráða LINE-UP fyrir Coachella hátíðina í ár.

Ég keypti miðann minn fyrir heilum 8 mánuðum síðan og núna eru einungis 3 mánuðir í þessa langþráðu tónlistarveislu. Nú fyrst fer þetta að verða raunverulegt! Ég á varla orð yfir þessu line-upi, mér finnst þetta margfalt betra heldur en í fyrra og það var nú ekki af verri endanum.

Ég er ennþá í hálfgerðu losti yfir því að Outkast ætli að koma saman aftur á Coachella eftir 7 ára hlé. Og hvað þá að ég muni sjá minn heittelskaða Pharrell syngja live - mann sem ég er búin að dýrka og dá síðan ég var 14 ára. (Fyrir þá sem ekki vita þá býr lítill "gangsta" innra með mér sem finnst fátt skemmtilegra en að hlusta á rapp, blús og RnB).

Ég er búin að gera gróft uppkast af MUST-SEE á hátíðinni en á sama tíma ætla ég líka að taka mér tíma í að hlusta á öll nöfnin sem eru þarna á blaði og kanna þar með ótroðnar slóðir. En eins og er þá lítur MUST-SEE listinn svona út:

Friday - Outkast, Chromeo, The Knife og Bastille

Saturday - Pharrell, Empire of the Sun, Fatboy Slim, MGMT, Solange, Tiga, NAS, Lorde, Foster the People, Muse og Kid Cudi

Sunday - Calvin Harris, Lana Del Rey, Disclosure, Beck og Rudimental. (Neibb, headline bandið á sunnudeginum er ekki á must-see lista hjá mér)

Það verður fróðlegt að sjá hvaða bönd bætast við hjá mér eftir nánari athugun. Laugardagurinn minn verður allavega nokkuð þéttur smile

Ég held ég geti ekki lýst því hvað ég hlakka mikið til! Tónlistar og tískuveisla á eina og sama staðnum (og mögulega smá celeb-sightseeing) -  og það í Californiu loftslaginu góða. Það er alveg einstaklega góð blanda af mínum áhugamálum heart Blómakransinn, gallastuttbuxurnar, blúndubolurinn,kímonóið og myndavélin er strax komið ofan í tösku - eina sem þarf. 

ShoeJungle fær að vera smá litað af tónlist fram að hátíð og skór vikunnar fá að víkja fyrir Coachella bandi vikunnar. Band 1 af 12 er Foster the People sem á allt of marga gullmola sem hafa ekki komist að í íslensku útvarpi - Houdini er eitt af þeim.

Og að sjálfsögðu verður instagrammið mitt yfirfullt af Coachella stemningu á meðan að á hátíðinni stendur - elsku aprílmánuður, flýttu þér til mín heart

--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

The Coachella lineup is FINALLY here. I literally jumped out of my bed last Thursday, when I saw it during my daily morning-browse on Instagram. Can't believe I get to see Outkast perform together live after 7 years of silence. Or Pharrell, the ultimate (music) love of my life heart This is all starting to feel very very real now with the line-up out in the open and only 3 months to go. Music, fashion, sunshine and a bit of celebrity sightseeing, all in one place - this festival must practically have my name on it! All I have to do is pack my denim shorts, lace-shirt, kimono and a few flowers in my hair and I'll be good to go.

The festival is only 12 weeks away now so I'm going to pick a Coachella band each week and post a song by it here - just as a little teaser. 

And of course, I'll be on "instagram-overload" during the festival. You should probably hide me if you don't think you can handle it wink

Dear April - please hurry and get here soon!

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.