LA SHOES

Enn að LA ferðinni góðu.

Þar sem ég kom heim með troðfulla tösku af skóm þegar ég skrapp til Denver í desember þá einblíndi ég á fatakaup í þessari ferð. (Það voru heldur engar Black Friday útsölur sem auðvelduðu veskinu kaupin í þetta skiptið).

Að sjálfsögðu stóð ég samt undir nafni og greip með mér nokkur pör - hér má sjá afraksturinn:

  

Deandri Helga - nánari upplýsingar um þessa gullfallegu skó HÉR

  

HM ökklastígvél sem mér finnst passa við gjörsamlega ALLT þessa stundina.

  

Nude non-platform hælar sem er möst að eiga í skóskápnum en þessa fann ég í F21. Neonbleika ökklabandið setur skemmtilegan svip á skóna en því er auðveldlega hægt að smella af. Hugsa að ég leyfi bandinu að vera á út sumarið wink

  

Jeffrey Campbell Boop D Doo. Svoooo fallegir og þægilegir!

  

Gullfallegir HM skór sem ég rakst á inni í HM í Caesar's Palace í Vegas. Fann þetta eina par sem reyndist svo heppilega vera í minni stærð. Hællinn er með þeim flottari  - lítur út eins og pinnahæll aftan frá en er í raun þykkur og massífur.

Afskaplega  ánægð með þessi kaup. Verð samt að viðurkenna að ég er dolfallin yfir JC skónum.

  

  

Gekk svo langt að fara út í þeim í snjókomu um daginn - held að það sé skynsamlegra að bíða eftir sumarsólinni svo ég eyðileggi ekki rúskinnið wink

---

Kristbjörg Tinna Ásbjörnsdóttir skrifaði 10.05.13 kl. 11:28

Ég ELSKA HM skónna!! Svo endalaust fallegir smile

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.