LA MEETS ICELAND
Þá er enn einni útlendingaheimsókninni senn að ljúka. Ljósmyndarinn & leikstjórinn sem lentu á klakanum "straight out of Hollywood" fyrir viku síðan snúa aftur til heimahaganna á morgun eftir viðburðaríka dvöl.
Yndislegir dagar að baki og ég er eitthvað svo uppfull af þakklæti fyrir alþjóðlega vinahópinn minn þessa dagana
Þetta er svo magnað - þegar ég flutti aftur heim til íslands og kvaddi LA vinahópinn minn með tárin í augunum lofuðu allir því að heimsækja mig við fyrsta tækifæri. Ég tók þeim loforðum með miklum fyrirvara en mér til mikillar gleði (og undrunar) hafa nú flestir af mínum nánustu vinum staðið við orðin stóru. Á síðastliðnu ári hef ég fengið hvorki meira né minna en 7 vini í heimsókn og er búin að hitta restina á ferðalögum mínum um Bandaríkin.
Ég hef ekki tímt að taka upp tölvuna undanfarna viku og blogga en nú sný ég aftur tvíefld - eitt af meistara markmiðum mínum var að gefa mér meiri tíma í skópælingar og blogg Ég hvet hvern og einasta að leggjast í sjálfsskoðun og komast að því hvað virkilega veitir ykkur ánægju og gleði og leggja þá áherslu á að gefa ykkur tíma fyrir þessa hluti. Hljómar sjálfsagt en ég hef oft staðið mig að því að eyða tíma í eitthvað sem mér finnst ekkert sérstaklega skemmtilegt.
Lífið er stutt og dýrmætt
---
Hildur J skrifaði 07.10.13 kl. 9:59
Yndislegt…
---
Vala skrifaði 07.10.13 kl. 18:31
Kemur mér ekkert á óvart að fólk komi langa leið til að vera í þínum yndislega félagsskap mín kæra En rétt hjá þér, mikilvægt að gera hluti sem gera okkur hamingjusöm!
Love á þetta alþjólega vinablogg :*
---