LA FASHION WEEK

LA ferð okkar vinkvenna núna í mars var vægast sagt ævintýraleg og munu því fleiri en eitt og fleiri en tvö blogg fara í sögutíma frá ferðinni.

Við stöllur mættum eldhressar í lokapartý LA Fashion week ásamt því að fá boð á mjög exclusive atburð sem fór fram í lok vikunnar en það var LA Fashion Week Awards, haldin í Sunset Gower Studios í Hollywood. Þessi verðlaunaathöfn er hálfgerð uppskeruhátíð eftir tískuvikuna og er tilgangurinn að heiðra helstu styrktaraðila ásamt því að veita þeim hönnuðum sem þóttu skara fram úr verðlaun. Það þarf vart að taka það fram að þetta var mjög svo lokaður atburður og því vorum við ekkert lítið sáttar að ná að koma okkur þangað inn.

Þetta var vægast sagt algjört prinsessukvöld fyrir mig í alla staði og eitthvað sem virkilega stendur upp úr eftir ferðina. Við vinkonurnar eyddum laugardeginum í búðum að finna okkur outfit við hæfi og vorum svo mættar upp í Hollywood um sexleytið til að hitta vin okkar sem vinnur fyrir NBC og E! en hann var tengingin okkar þarna inn.

Eftir að fara í gegnum nokkur öryggishlið og gestalista-tékk vorum við komnar inn í Gower Studios og viti menn, fengum sæti á næstfremsta bekk. Áður en hátíðin hófst var slegið upp fyrirpartýi í stúdíóinu með opnum bar, ýmsum vörukynningum, rauðum dregli og hárgreiðslu og förðun fyrir viðstadda. Ég þáði hárgreiðsluna enda í boði mjög þekktrar stofu í Beverly Hills og var ekkert smá sátt með útkomuna - California beach curls eins og þær gerast bestar. Ég og hárgreiðslumaðurinn hann Justin náðum mjög vel saman enda var magnað að hlusta á söguna hans - hann vann sem investment banker hjá Morgan Stanley í 7 ár með alltof há laun þangað til hann fékk nóg af því að vera ríkur og óhamingjusamur og ákvað að fara í hárgreiðslunám. Þegar hárið mitt var klárt vorum við orðin bestu  vinir og ég labbaði í burtu með afsláttarkort upp á 50% hjá honum Justin mínum smile

Við þríeykið fórum svo í að mingla við viðstadda en partýgestir voru flestir hverjir módel, hönnuðir, fólk úr tónlistarbransanum og eitthvað af Hollywood liði. Við kynntumst mjög skemmtilegum strákum sem vinna á Disney Channel ásamt því að vera með eigin nærfatalínu. Þeir voru svo yfir sig spenntir að hitta íslenskar stelpur að við þurfum að sitja fyrir með þeim á þó nokkrum myndum wink Ég tók líka í höndina á skipuleggjanda hátíðarinnar og fékk mynd af mér með fallegasta manni í heimi, Ben Elliott sem er módel og leikur t.d. í The Lying Game (leikur bad boy Derek).

  

Hátíðin sjálf var mjög skemmtileg og þeir hönnuðir sem stóðu upp úr sem sigurvegarar voru Dina Bar-El fyrir women's couture, Anthony Franco fyrir men's couture og Betsey Johnson fyrir contemporary design. Við fengum líka að hlýða á söng frá Kimberly Caldwell og Sabrina Antoinette en sú síðarnefnda er nýbúin að skrifa undir plötusamning hjá kærastanum hennar Rihönnu, Chris Brown.

  

Skelli hér með einu vídjói þar sem Anthony Franco tekur á móti sínum verðlaunum en kynnirinn er Rocco Gaglioti. Þarna fáiði líka tækifæri til að berja Ben Elliott augum einu sinni enn en hann afhendir Franco verðlaunin wink wink

Eftir hátíðina var öllum hátíðargestum boðið í eftirpartý á W hotel í Hollywood og þangað skelltum við okkur að sjálfsögðu og lentum í enn frekari ævintýrum þar sem ég held að ég segi nánar frá í næsta hluta af "Agla and Vala take Los Angeles" wink To be continued...

Njótið helgarinnar - ég ætla allavega að stíga nokkur dansspor í kvöld!

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.