KRISTIN CAVALLARI FOR CHINESE LAUNDRY

Kristin Cavallari er sennilega þekktust fyrir "hlutverk" sitt sem vonda stelpan í "raunveruleikaþáttunum" Laguna Beach og The Hills. Hlutverk og raunveruleikaþættir eru í gæsalöppum þar sem að í lokaþætti The Hills var gefið í skyn að þættirnir hefðu verið scriptaðir að einhverju leyti - einn flottasti lokaþáttur sem ég hef séð yes Svo er það bara áhorfendans að meta hvað var raunverulegt og hvað var leikið í þessum sex seríum - blurred lines much ? 

Kristin hefur einnig vakið athygli fyrir það að vera flott skóuð í gegnum tíðina og hefur fengið talsvert lof fyrir skóval hjá tískusérfræðingum vestanhafs. Ég man sérstaklega eftir því þegar að loðbomsur voru að byrja að koma aftur í tísku fyrir ca 8-9 árum og ég var að horfa á Laguna Beach þættina eitthvert kvöldið. Þá setti Kristin það ekkert fyrir sig að búa í sólarsælunni í Kaliforníu og valsaði um í loðbomsum við gallastuttbuxur og hlýrabol - allt til að vera með í nýjasta trendinu.

Árið 2011 hófst samstarf hennar við Chinese Laundry þar sem hún gerðist guest editor á heimasíðu fyrirtækisins og birti þar ýmis tískuráð ásamt því að velja reglulega sína uppáhalds Chinese Laundry skó. Í desember 2012 gekk hún skrefinu lengra í samstarfinu og gaf út sína fyrstu skólínu í samstarfi við fyrirtækið. 

Fljótlega eftir að skórnir hennar komu í sölu hjá Chinese Laundry fletti ég í gegnum þá í vefverslun CL og fannst þeir ekkert sérstaklega flottir. Mér fannst hún taka litla sem enga áhættu og í raun bara stæla það sem aðrir voru að gera. Hinsvegar hefur hún bætt skóm við línuna núna jafnt og þétt og þegar ég heimsótti CL verslun í LA núna í júlí kom úrvalið mér skemmtilega á óvart. Línan hennar samanstendur af bæði flatbotna skóm og hælum ásamt stígvélum og vetrarskóm í öllum mögulegum stílum. LA ferðafélaginn minn endaði meira að segja á því að kaupa sér skóna sem Kristin er í hér að ofan enda koma þeir ótrúlega vel út á fæti.

  

Þar sem að Bandaríkjamenn eru miklir aðdáendur raunveruleikasjónvarps þá velti ég því fyrir mér hvort að ímynd Kristin í The Hills þáttunum hafi gert henni erfitt fyrir. Sérstaklega þegar hún fór út í það að selja vörur þar sem brandið byggist nær eingöngu á nafninu hennar. Vinkona mín sem keypti sér skó frá henni var t.d. ekkert allt of æst í það að kaupa skó frá henni þrátt fyrir að henni fyndist þeir flottir (enda fylgdist hún með Laguna Beach og The Hills á sínum tíma og hafði þróað með sér sterkar skoðanir um Kristin). Spurning hvort að fólk setji það fyrir sig þrátt fyrir að finnast skórnir mjög flottir ?

Kristin giftist svo NFL leikmanninum Jay Cutler í sumar, á þeim dýrðardegi 8. júní (afmælisdagurinn minn) og klæddist gullfallegum kjól frá Monice Lhuillier ásamt skóm sem hún hannaði sjálf fyrir Chinese Laundry.

  

Skórnir sem hún hannaði fyrir brúðkaupsdressið sitt heita "LOVE" sem verður að teljast sérlega viðeigandi wink Áhugasamir geta nálgast skóna HÉR.

Mæli einnig með að þið tékkið á nýjustu skóm vikunnar sem eru einir af mínum uppáhalds frá Kristin yes

P.S. fyrir aðdáendur The Hills þá var tekinn upp annar endir á seríunni með Lauren Conrad sem var ákveðið að nota ekki á sínum tíma. MTV hefur hinsvegar ákveðið að sýna þessar upptökur næsta föstudagskvöld og því verður sennilega hægt að nálgast þær á veraldarvefnum strax á laugardaginn. Ég skýt á það að þessi endir sýni Lauren og Brody enda saman! crying

---

Kristbjörg Tinna Ásbjörnsdóttir skrifaði 15.08.13 kl. 9:24

Vá hvað skórnir sem hún girfti sig í eru bjútífúl!!

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.