KNOCK OFF BLURRED LINES

Árið 2010 mætti ég galvösk á Canal Street í New York, vopnuð seðlum og í samningaham. Ég var búin að lesa fjölmargar greinar um do's and dont's, hvernig sölumenn bæri að forðast, ráðleggingar varðandi prútt og hvað bæri almennt að varast. Ég rölti upp úr Subwayinu og ein þekktasta gata Soho hverfisins blasti við mér í allri sinni dýrð. Ójá - nú skyldi ég eignast mitt fyrsta knock-off veski.

Einn af fyrstu sölumönnunum sem gaf sig á tal við mig sýndi mér mynd af álitlegu Chanel veski svo ég ákvað að hlýða "follow-me" fyrirmælum hans og trítlaði hálfskjálfandi á eftir honum. Hann var stór og luralegur og það stórstígur að ég þurfi að skokka á eftir honum eftir dimmri hliðargötu út frá Canal Street. Hann gekk að lítilli verslun sem leit út fyrir að vera lokuð og hleypti mér þar inn og læsti á eftir okkur.  Öll ljós voru slökkt og búið að breiða plast yfir sólgleraugu, snyrtivörur og aðrar söluvörur sem voru uppstilltar meðfram veggjunum. Luralegi sölumaðurinn gengur að veggnum á móti inngangnum í verslunina og þar sér móta fyrir "leynihurð" sem hann opnar og skipar mér með handabendingum inn um. Þar taka við langir, dimmir gangar og tröppur ýmist upp og niður og enn fleiri gangar. Á þessum tímapunkti var ég þokkalega þakklát fyrir það að þáverandi kærastinn minn hafi ekki tekið það í mál að ég færi ein í þennan verslunarleiðangur wink Við enduðum loks í bakherbergi sem var uppfullt af fake Chanel, Louis Vuitton, Michael Kors, Prada og fleiri merkjum - í allri sinni dýrð. Ég horfði stóreygð í kringum mig, uppfull af valkvíða en herti svo upp hugann og hugsaði með mér "ég er að flytja til LA, ég tek bara Lauren Conrad á þetta og skelli mér á klassískt Chanel". Hálftíma síðar var ég sest aftur í Subwayið með lítið sætt Chanel knock-off í svörtum poka, 40 dollurum fátækari en með stórt bros á vör.

  

  

  

Nákvæmlega 3 árum síðar var ég mætt aftur á sama stað í svipuðum hugleiðingum. Í þetta skiptið var ég þó orðin stórborgarmanneskja með meiru og fake Chanel veskið mitt orðið úr sér gengið, eftir að hafa heldur betur fylgt mér vítt og breitt um Bandaríkin. Ég var komin með mastersgráðu í farteskið og orðin vinnandi dama í góðri stöðu. Ég fussaði því yfir fake veskjum frá lower-end merkjum eins og Michael Kors og Marc Jacobs enda sjálf nýorðin stoltur eigandi að MK veski. Einhvernveginn hafði þessi blurred lína á milli þess sem er samþykkt og ósamþykkt í huga mínum hækkað um nokkur stig. Það sem var hinsvegar ennþá samþykkt hjá minni siðferðiskennd var að upgrade-a Chanel veskið mitt og fara yfir í almennilegt fake. Ég tók nákvæmlega sama leikinn nema hvað ég var orðin örlítið reyndari í prúttinu (eftir t.d. svipaðann leiðangur í krimmaveldinu Mexíkó) og náði því að fá þetta "betra fake veski" á sama díl og ég hafði keypt hitt veskið 3 árum áður.

Málið er - að í þetta skiptið var ég með eitthvað óbragð í munninum yfir þessu öllu saman. Um leið og ég var komin með svarta plastpokann í hendurnar og orðin 40 dollurum fátækari stökk mér ekki bros á vör eins og um árið. Veskið var fallegt - á því lék enginn vafi, en það var einhvernveginn stimplað inn í hausinn á mér að það var fake og að ég væri að gera eitthvað rangt. Áhugavert hvernig viðhorf og samviska getur breyst á 3 árum.

Hér sit ég líka og get endalaust gagnrýnt stelpur sem kaupa sér Jeffrey Campbell eftirlíkingar því í mínum huga er það fráleitt, fyrir skó sem eru ekki það dýrir til að byrja með. Á sama tíma valsa ég um Canal Street og versla mér fake veski því það er einhvernveginn réttlætanlegra í mínum huga ? Þessar blurred línur milli þess sem er ásættanlegt og ósættanlegt eru svolítið magnaðar. Og sennilega mjög mismunandi á milli manna.

  

Þess má geta að nýja "Chanel" veskið hangir ósnert við hlið forvera síns sem fékk heldur betur að sjá heiminn. broken heart

---

Agata skrifaði 27.09.13 kl. 15:19

Hólý mólý ég ætla sko að næla mér í svona “Chanel” veski þegar ég fer næst til NY þar sem alvöru er ekki á budget listanum alveg strax :S en vonandi í framtíðinni!

---

Svana skrifaði 28.09.13 kl. 14:38

Mjööööööööög góðar pælingar:) En já sammála með þessar óljósu línur, ég stend mig líka að þessu.. vill ekki sjá eftirlíkingar þegar kemur að vöruhönnun en pæli minna í því þegar kemur að fatahönnun. En fjárráð leyfa varla að vera 100% prinsipp manneskja í svona hlutum því þá gætum við heldur ekki verslað í t.d. H&M og þyrftum helst að sauma og smíða okkar hluti sjálfar og ekki nennum við því;)

---

Agla skrifaði 01.10.13 kl. 14:43

Já einmitt, það er ágætt kannski að vera með háan standard á manns eigin ástríðu, maður hefði varla efni á því að vera þannig á öllum sviðum wink

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.