KARDASHIAN KRAZYNESS

Einn af fylgifiskunum við að búa í Bandaríkjunum eru stórgóðar líkur á því að sogast inn í reality TV heiminn. Bandarískar sjónvarpsstöðvar keppast við það að finna upp á nýjum raunveruleikaþáttum og þarna spretta þeir upp, hver öðrum klikkaðri. Mitt "guilty pleasure" er raunveruleikaþáttur Kardashian fjölskyldunnar - Keeping up with the Kardashians.

Fyrst og fremst hef ég gaman af því að fylgjast með fatavali þeirra systra og þá sérstaklega þeirrar elstu (Kourtney) sem er ein af þeim tískugúrúum sem ég hef einna mest gaman af að fylgjast með.

    

  

    

    

Hér fyrir neðan má sjá myndir af mér á spjalli við Kardashian systurnar Khloe og Kourtney í The Grove mollinu rétt fyrir jólin í fyrra. Ég átti dágott spjall við þær, sérstaklega við Kourtney sem sagði mér allt um það hvaðan hún sækir sér innblástur í klæðnaði.

   

Kourtney er mjög smart dama að mínu mati. Hún líka veigrar sér ekkert við að versla í ódýru búðunum eins og HM og F21 jafnt sem merkjabúðunum þrátt fyrir að vera moldrík. Hún heldur reglulega uppboð á Ebay á fötunum sínum og lætur ágóðann renna til góðgermála og þar má finna föt á öllum verðskalanum. Hún hefur sérstakt dálæti á HM og hefur oft nefnt það í bloggunum sínum.

Ég hef saknað "style" blogganna hennar síðasta árið þar sem hún ól sitt annað barn í júlí og hefur ekki verið eins iðinn við skrifin. Hún kynnti þó nýtt útlit á blogginu sínu núna nýlega og þýðir það sennilega að hún muni halda áfram þar sem frá var horfið smile

---

Kristbjörg Tinna Ásbjörnsdóttir skrifaði 02.10.12 kl. 10:43

Topp 10 besta LA momentið? smile

---

Agla skrifaði 02.10.12 kl. 13:32

Þau eru svo mörg að þetta er erfitt híhí - en jú þetta nær klárlega inn á topp 10 wink

---

Sunna skrifaði 02.10.12 kl. 23:50

Rosalega brosir hún fallega til þín smile

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.