JUMP AROUND - IN SAN FRANCISCO

Lífið er ljúft - það er bara þannig. Ég sit hérna í 27 stiga hita í Kaliforníusælunni og þarf að minna mig reglulega á það að mig sé ekki að dreyma.

Fyrsta hluta Ameríkuferðarinnar er lokið en ég flaug frá San Francisco í gær til heimaborgarinnar LA. Mikið hafði ég það nú gott í San Fran menningunni - þrátt fyrir að LA sé minn heimavöllur þá er verð ég að velja þetta sem uppáhalds borgina mína í Bandaríkjunum. 

  

Fyrir utan það að hoppa og skoppa út um alla borg eins og vitleysingur þá drakk ég í mig SF menninguna og mannlífið ásamt því að njóta þess að vera til. Ég dúllaði mér á alla mögulega vegu og tók eftir smáatriðunum sem gera SF að þessari yndislegu borg sem hún er - allt frá vinalegu fólki til leigubíla með bleikt yfirvaraskegg:

Lýsingin í anddyrinu hjá vini mínum.

  

Ef ég ætti heima í SF þá a) færi ég allra minna leiða í cable cars og b) myndi búa við sama útsýni og vinur minn gerir - ég fæ einhverja óskiljanlega hamingju í hjartað við það eitt að horfa á Golden Gate brúna!

San Francisco skyline í sólsetrinu.

  

Leigubíll með bleikt yfirvaraskegg og leigubílstjóri sem býður upp á heimaræktaðar apríkósur. Gerist þetta eitthvað vinalegra ?

  

One love fyrir allt og alla er þekkt fyrirbæri í SF - þeir eru gjörsamlega með þetta heart Fann svo krúttlegasta Haagen Dazs ísbox sem ég hef séð hjá kaupmanninum á horninu.

Fallega útsýnið úr Alamo park sem margir kannast við úr Full House þáttunum smile

  

Skórnir mínir og Alkatraz fangelsið.

Sama hvert maður lítur sér maður eitthvað skemmtilegt - falleg ljós og krúttlegt kaffikönnusafn á þessum veitingastað.

  

Blue Moon og nýkreistur appelsínusafi í morgunsárið - gott combo í sumarfríi. Rauðvín&sól líka smile

  

Útsýnið fyrir utan bygginguna sem vinur minn býr í.

Tacos og rótsterkar margarítur er þriðjudagshefð í San Francisco.

San Francisco lífið er yndislegt eins og þið sjáið smile Núna liggjum við stöllur í sólinni við sundlaugina og felum okkur fyrir 4th of July geðveikinni. Við ætlum samt að rífa okkur upp á eftir og fara í strandarpartý með nokkrum félögum - sötra kokteila og dást að væmnu amerísku flugeldasýningunum eins og þær gerast bestar yes

---

Hildur skrifaði 04.07.13 kl. 22:05

Haha, það er soldið fyndið að þú tengir Golden Gate við hamingju, ég tengi hana nefnilega alltaf við sjálfsmorð og finnst hún hálf drungaleg. Sá heimildarmynd fyrir nokkrum árum um brúna og sjálfsmorðin, mjög átakanlegt.
En ég hef aldrei séð hana með eigin augum, væri mjög til í að koma til San Fran, enda er menningin svo flott þarna og miklu meira en brúin, það er auðvitað líka hippa og gay samfélagið...og maður yrði auðvitað að hlusta á þetta lag smile
http://www.youtube.com/watch?v=OdvCqUguIh8

---

Sunna skrifaði 05.07.13 kl. 15:38

Þú ert svo langsætust! Mig langar í svona apríkósuleigubílaferð!
Sakna þín <3

---

Agla skrifaði 06.07.13 kl. 1:47

Haha Hildur ég hugsaði þetta þegar ég var að skrifa þetta með Golden Gate brúna því ég hef nefnilega séð þessa sömu heimildarmynd - en það var áður en ég sá brúna live. Magnað hvað hún getur kallað fram ólíkar tilfinningar hjá fólki. Þetta lag finnst mér líka vera svo mikið SF - http://www.youtube.com/watch?v=FOsxPGUYO_4

Sunna mín endalaus ást og knús á þig <3 Sakna þín líka!

---

Kristelassa skrifaði 06.07.13 kl. 1:58

Vúhú geggjad gaman að fá as fylgjast með:) mig langar ekkert litið til san fran ! On my way! One day! Hlakka til að sjá meir frænka!!! Alltaf jafn gaman að fylgjast með ævintyrunum thinum❤

---

Svana skrifaði 06.07.13 kl. 2:04

ú gaman gaman:) Hey ps. hvað hét aftur myndin sem cameron diaz lék í þar sem sást oft í þessi fallegu raðhús… e-r chick flick:)

---

Vala skrifaði 07.07.13 kl. 12:21

Vááá hvað þetta lúkkar allt saman vel hjá þér elskan mín. Njóttu hverrar sekúndu <3

---

Agla skrifaði 11.07.13 kl. 22:16

Svana - hún heitir The Sweetest Thing wink

---

SigrúnVíkings skrifaði 21.07.13 kl. 20:35

Svo æðislega sjarmerandi borg :D I <3 SF
Sé á insta að þú ert að njóta frísins í botn!

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.