JÓLA JÓLA
Litla 90 fm íbúðin sem við búum í er búin að vera stútfull af fólki úr stórfjölskyldunni um helgina sem er helsta orsökin fyrir bloggleysi síðustu daga. Í nótt var sofið í öllum rúmum og sófum og fjöldi heimilismanna þrefaldaðist á einu bretti - einstaklega heimilislegt og kósý. Svona er það þegar að öll systkinin + mamman búa hinumegin á landinu. Þá á maður til að víkja öllu til hliðar á meðan að á heimsóknunum stendur. Fjarsambönd við það allra nánasta er ekki það skemmtilegasta
Við systur og frænkur misstum okkur í jólagírnum í dag og duttum í allsvakalegan föndurgír:
Afrakstur dagsins var því fallegt jólaskraut í gluggana, bæði snjókorn og skraut úr gömlum nótum. Skaðbrenndur putti sökum límbyssuslyss þurfti því miður að bætast á afrekalista dagsins. Ég er búin að skera þrjá stika af Aloe Vera plöntunni síðan um kvöldmatarleytið til að reyna að slá á sársaukann!
Kíkið endilega á skó vikunnar - sjóðheitir beint af færibandinu úr smiðju Jeffrey Campbell.
---