JC ROLLERSKATES ?

Sannleikurinn.com færði nýlega þær fregnir að mannanafnanefnd hefði hisst í eftirpartý nú á dögunum og bannað nafnið Sigrún. Ég held að hönnuðirnir hjá Jeffrey Campbell hljóti að hafa verið í sama eftirpartýi þegar þeir hönnuðu nýjustu skóna frá JC. Ég allavega skellti upp úr þegar ég opnaði Solestruck síðuna á sunnudagsmorgun og sá nýjustu JC sendinguna:

  

 

Ætli hönnuðirnir hafi sótt innblástur í börnin sem eru á fleygiferð í strigaskónum sínum sem eru með hjól í hælnum ? Eða ætli þeir hafi verið með fortíðarþrá í gömlu góðu hjólaskautana... ég held ég eigi mína ennþá einhversstaðar smile

  

Þessir skór bera allavega nafn með rentu - Jeffrey Campbell Go Fast!

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.