JC CRAVINGS

Frá því að ég kynntist Jeffrey Campbell skónum hafa þeir verið mjög ofarlega á mínum "uppáhalds" lista.

Hinsvegar, eins og ég hef áður komið inn á, fannst mér JC keðjan örlítið missa sjarmann eftir að þeir stukku úr því að vera lítið sætt fjölskyldufyrirtæki (sem gaf út "nokkra" skó á ári) yfir í offramleiðsluna sem einkennir fyrirtækið í dag.

Það er nær ómögulegt að halda í við allan þennan fjölda af JC nýjungum sem fyrirtækið sendir frá sér á degi hverjum og valkvíðinn þegar kemur að JC kaupum stigmagnast eftir því sem vöruúrvalið margfaldast.

  

  

  

  

  

  

  

  

  

  

  

  

 

En hver veit - kannski er þetta bara væl í mér því mig langar í svo margt af því sem JC hefur upp á að bjóða í dag wink

Tékkið á skóm vikunnar - glænýir hælar frá meistaranum sjálfum.

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.