IPHONE

Ég hefði ekkert á móti því að vera fluga á vegg í San Francisco eftir nákvæmlega viku..

Apple hefur boðað til blaðamannafundar kl. 17 að íslenskum tíma og verður að teljast líklegt að nýjasti iphone síminn verði afjúpaður, eftir langa bið Apple aðdáenda. Apple hefur eins og vanalega haldið mikilli leynd yfir eiginleikum símans en skv. orðrómum þykir líklegt að síminn verði þynnri og skjárinn stærri, í líkingu við Samsung Galaxy S III símana. Hryllingssögur um minna port á símanum hafa einnig verið á kreiki, sem myndi leiða til þess að allar gamlar snúrur og aukahlutir myndu ekki ganga fyrir nýja símann. Hver veit.

Það sem er hinsvegar nokkuð víst er að eitt stykki glænýr iphone fær að fylgja mér heim frá LA í vetur. Og þá fer maður á fullt að spá og spegúlera í búning á þennan uppáhalds aukahlut. Er ekki við hæfi að kaupa iphone outfit fyrir alla daga vikunnar ?

        

        

        

Sum hulstrin eru svo sannarlega fumlegri en önnur. Ekki vill maður nú lenda í því að smyrja iphoninn sinn í misgripum.

Bandaríkjamenn hafa að sjálfsögðu einnig sett á markað lausn fyrir ástfangin pör:

Að lokum virðist ekki vera mikið framboð á iphone hulstrum fyrir skóunnendur. Hér er brot af því helsta:

        

 

Hvaða hulstur finnst ÞÉR flottast  ? 

 

---

Hildur J skrifaði 05.09.12 kl. 13:03

Klárlega hulstur fyrir hvern dag vikunna =)

---

Kristbjörg Tinna Ásbjörnsdóttir skrifaði 06.09.12 kl. 20:30

Ég tryllist úr spenningi!! Og já.. hulstur. Það þarf eitthvað að skoða það smile

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.