ÓÐUR TIL INSTAGRAMS

Enn og aftur að instagram smile

Vinkona mín sagði við mig um daginn að hún héldi að instagram myndi falla með tilkomu snapchats alveg eins og myspace féll með tilkomu facebook. Ég varð alveg pínu hrædd við þessa staðhæfingu því ég sæki svo mikið af innblæstri og hugmyndum af instagram. Það að skrolla í gegnum myndir og geta leitað að hugmyndum í gegnum hashtags er einhvern veginn svo allt annar fílíngur heldur en að þræða mismunandi tískublogg. En ég held ég þurfi ekkert að hafa neinar áhyggjur - eftir tilkomu snapchats er instagram orðið laust við "fréttaveitu" stemninguna og er meira orðið að hnitmiðuðum hugmyndabanka.

Mér datt í hug að lista hér upp nokkra af mínum uppáhalds instagram notendum:

MISS KL - @realmisskl

Þeir sem fíla grunge tísku með örlitlu goth ívafi mega ekki láta þetta framhjá sér fara. Það eru algjörir snillingar sem sjá um MISS KL instagramið og ekki skemmir sérlega kaldhæðinn húmor fyrir wink

Haha ég elska þessa tösku á myndinni hér fyrir ofan - tilvalin fyrir bitrar stelpur eins og mig sem hafa ekki efni á draumaveskinu frá Chanel / Louis Vuitton / Michael Kors wink

 

SOLESTRUCK - @solestruck

Kannski augljóst val fyrir skóáhugakonu en samt svo mikilvægt. Instagram myndirnar þeirra hafa oft verið kveikjan að löngun í nýja skó frá þeim svo að markaðsfræðin á bakvið instagramið þeirra klikkar í það minnsta ekki. Svo pósta þau líka dúllulegum kisumyndum í bland við skó - hverjum finnst það nú ekki krúttlegt smile

INSTYLE - @instylemagazine

Fyrir nörda eins og mig sem hafa gaman af því að fylgjast með því hvað gerist á bakvið tjöldin hjá einu þekktasta tískuriti heims.

LAUREN CONRAD - @laurenconrad

Ég slysaðist inn í Laguna Beach þættina þegar ég var 18 ára gelgjuskott að flakka á milli sjónvarpstöðva á köldu íslensku vetrarkvöldi. Ég féll fyrir einni af aðalpersónunum í þáttunum og öfundaði hana ekkert lítið þegar hún ákvað að elta drauminn sinn og flytja til LA (ekkert ósvipað því sem ég átti eftir að gera 5 árum síðar). Tveimur Laguna Beach seríum og sex The Hills seríum síðar er ég enn að fylgjast með Lauren enda ótrúlega flott stelpa þar á ferð. Tískufrömuður, skemmtilegur ljósmyndari og ágætis rithöfundur (mæli með LA Candy seríunum fyrir ykkur sem vantar heilalaust lesefni utan vinnu/skóla).

JEFFREY CAMPBELL - @jeffreycampbell

En ekki hvað. Skór og frumleg outfit í bland við skemmtileg kvót fyrir skóunnendur. What more can you ask for ?

Leðurbuxurnar hér að ofan eru TO DIE FOR! 

Fleiri skemmtilegir grammarar sen skera sig úr fjöldanum:

@fashionflashion - skemmtilegar outfit myndir

@blaireadiebee - instagram tískubloggarans og NY búans Blair Eadie

@beyonce - þarf vart að kynna nánar smile

@jessicaalba  - myndir frá tískuviðburðum, fjölskyldulífi, Hollywood glamúr, ferðalögum,girnilegum máltíðum ásamt innsýn inn í fyrirtækjarekstur. Ein sú skemmtilegasta á instagram, eins og ég hef nefnt áður

@ryanseacrest - skemmtilegar hliðar Hollywood lífsins

@urbanoutfitters - bland af tískumyndum og daglegu lífi hjá starfsfólki UO. Alls konar skemmtilegheit þess á milli en þau voru t.d. með live feed frá Coachella smile

Að lokum, grammarar sem ég mæli ekki með að followa:

@badgalriri - Rihanna fær mörg mínusstig fyrir myndirnar sem rata inn á instagramið hennar. Myndir af áfengisdauðu fólki, henni hálfnaktri ásamt óviðeigandi yfirsriftum eru ekki að gera sig.

@christinamilian - Elsku sæta Christina Milian - ég elskaði "Am to Pm" lagið frá þér meira en allt en ég er alveg búin að ná því að þú ert kynnir í The Voice og að þú hittir Adam Levigne og Shakiru á hverjum degi smile Fáránlega flott stelpa með fáránlega leiðinlegt instagram.

Instagram lífið er yndislegt heart Endilega fylgið mér á gramminu - @aglaf  eða skoðið myndir undir hashtagginu #shoejungleis en þangað rata allar myndir sem ég pósta tengdum skóm.

---

Hildur skrifaði 22.05.13 kl. 22:04

Haha, ég var að kíkja á instagramið hennar Rihönnu, þetta er alveg hrikalega gelgjulegt, mundi skilja þetta ef hún væri unglingur, þetta minnir mig á obnoxious rich kids instagrömin sem maður hefur séð.
Mjög spes og ekki heillandi.
En ég mun klárlega kíkja á einhver af meðmælum þínum hérna þegar ég stíg á næstunni út úr fornöldinni og fæ mér loksins snjallsíma wink

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.