HOLLYWOOD MANSIONS

Þegar ég bjó í L.A. þá voru útsýnisferðir í Beverly Hills og Bel Air eitt af því skemmtilegasta sem ég gerði. Bara það að keyra á Santa Monica Boulevard með pálmatré í röðum báðum megin við götuna færði mér ómælda gleði í hjartað.

  

Það er mikill misskilningur að hýbýli fína og fræga fólksins séu staðsett í Hollywood. Hollywood hverfið er því miður í mikilli niðurníðslu og þykir því ekki vænlegur staður til að búa á. Að sjálfsögðu er mikið af skemmtilegum túristastöðum í Hollywood eins og Kodak Theatre, Walk of Fame ofl en þangað lagði ég ekki leið mína þegar ég vildi sjá falleg hýbýli. Í þeim tilgangi keyrði ég framhjá Hollywood og í átt að Beverly Hills og Bel Air.

Þar heimsótti ég stundum Playboy setrið og heimili Michael Jackson heitins, bæði staðsett í Holmby Hills. Ég freistaði þess reyndar einu sinni að opna hliðið sem liggur inn að Playboy setrinu en fékk þá "vinsamleg" skilaboð úr hátalarakerfi setursins að þessi tilraun mín væri ekki vel séð.

Bachelor setrið fræga er staðsett aðeins lengra og nær ströndinni, í raun rétt hjá Malibu. Við systurnar vorum ekkert lítið sáttar að ná að grafa upp addressuna þar en þegar við komum þar að bæ þá var verið að taka upp Bachelor Pad seríuna.

Síðast en ekki síst heimsótti ég reglulega BFF Kim Kardashian en hún á glæsilega villu efst í Beverly Hills hæðum. Hún býr það afskekkt að ég missti alltaf símasamband áður en ég kom að húsinu hennar. (Það var allt í lagi, hún leyfði mér að hringja hjá sér).

  

Hér má sjá Kim K  stíga út um innganginn sem sést hér að ofan til hægri. Mér finnst þetta svo flott hlið.

  

En heimsóknirnar mínar þangað verða víst ekki fleiri þar sem Kim og tilvonandi barnsfaðir hennar hafa splæst í annarri glæsivillu í Bel Air hverfinu, sögur segja að sú villa sé staðsett við hliðina á hýbýlum Jennifer Aniston. Nýja hús þeirra skötuhjúa er hvorki meira né minna en 11 milljón dollara virði og er um 1000 fermetrar að stærð. Það nægir þó ekki dívunni sjálfri og ætla þau því að stækka húsið upp í 1300 fermetra og bæta við sérstöku hárgreiðslu og förðunarherbergi ásamt heljarinnar fataherbergjum. (ég meina hver myndi eiginlega láta sér nægja 1000 fermetra hús!)

Hér má sjá myndir af herlegheitunum:

Ég veit ekki með ykkur en mér finnst gamla húsið svo miklu flottara! Læt fylgja með nokkrar myndir svo þið getið dæmt fyrir ykkur sjálf:

Þetta stafar kannski af því að ég er með ofnæmi fyrir brúnum marmara og brúnleitum innréttingum. Sitt sýnist hverjum!

Kveðja frá Hollywood stalkernum smile

---

Thelma Rún skrifaði 10.01.13 kl. 10:24

Gamla húsið er miklu flottara! Sammála þér með marmarann og innréttingarnar..ég fæ grænar bólur haha

---

Agla skrifaði 10.01.13 kl. 15:57

Algjörlega wink

---

Sunna skrifaði 14.01.13 kl. 12:19

Já, sammála með að gamla sé flottara. Gaman að lesa blogg um LA:)

---

Kristbjörg Tinna Ásbjörnsdóttir skrifaði 05.02.13 kl. 2:02

Gamla húsið finnst mér mun fallegra.. en ég get ekki sagt að þessi innanhússtíll sé að heilla mig :/

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.