HOLLYWOOD HALLOWEEN

Halloween nýtur vaxandi vinsælda hér á klakanum. Vinnufélagarnir mínir fengu þó nokkrar heimsóknir að kvöldi 31. október frá grímuklæddum börnum sem kölluðu "GRIKK EÐA GOTT!" um leið og til dyra var komið. Einn vinnufélaginn minn var svo óheppin að eiga ekkert nammi til á heimilinu en varð þó ekki fyrir neinum grikkjum heldur skokkuðu krakkarnir bara hlæjandi í næsta hús og héldu áfram.

Dvöl í Bandaríkjunum kennir manni enn betur að meta þessa skemmtilegu hefð en við upplifðum tvær hrekkjavökur á meðan að á LA ævintýrinu okkar stóð. Í fyrra skiptið fórum við í ekta bandarískt "houseparty" eins og þau gerast best en partýið var eins og klippt út úr amerískri bíómynd. Troðfullt hús af grímuklæddu fólki úr tónlistariðnaðinum í Hollywood, DJ-búr og ljóskastarar í stofunni, óendanlegar vínbirgðir í eldhúsinu og troðið af fólki í gjörsamlega öllum herbergjum. Við fórum alla leið í Hollywood þemanu þetta árið og klæddum okkur upp sem "heimamenn" og búningurinn féll  vel í kramið hjá viðstöddum.

Í seinna skiptið tókum við hjúin að okkur partýhaldið sem var vægast sagt eftirminnilegt. Ég klæddi mig upp sem Shopaholic í þetta skiptið (vinir mínir bentu mér vinsamlegast á að það væri ekki leyfilegt að klæða sig upp sem maður sjálfur wink) og þar sem LMFAO æðið var í hæstu hæðum fengum við óvænt tvö shuffle bot til að heiðra okkur með nærveru sinni.

  

Hollywood-búar eru þekktir fyrir það að taka hrekkjavökuna mjög alvarlega og því er mjög skemmtilegt að fylgjast með instagraminu hjá fína og fræga fólkinu í kringum Halloween tímabilið. Fyrir Hollywood áhugafólk eins og mig þá er hér brot af Halloween í Hollywood þetta árið:

  

Barnastjörnurnar Jessica Simpson og Christina Aguilera. Ég held að fæstir hafi skilið búninginn hjá þeirri síðarnefndu.

  

Sandra Bullock og krúttsprengjan hennar ásamt Jessicu Alba og fjölskyldu. Gaman að svona fjölskylduþema smile 

J-Lo og unglambið hennar, Casper Smart, klæddu sig upp sem hippar.

  

Lauren Conrad (ein af mínum uppáhalds) og drottningin sjálf Lady Gaga. 

  

Playboy kóngurinn Hugh Hefner sem aldrei fer úr náttsloppnum ásamt on and off unnustu sinni. Svo er það maðurinn sem hreinlega á hálfa Hollywood - Ryan Seacrest ásamt Julianne Hough en þau mættu sem Bonnie and Clyde á hrekkjavökuna í ár.

  

Kim Kardashian tók Halloween í tveimur pörtum í ár. Skvísan var stödd í New York á laugardagskvöldið og klæddi hún sig upp sem hafmeyjan úr kvikmyndinni Splash frá 1984. Kanye West var að sjálfsögðu ekki langt undan sem "kapteinninn hennar". 

  

Kardashian fjölskyldan er ekki þekkt fyrir neitt annað en að gera hlutina með stæl en hluti fjölskyldunnar ásamt vinum klæddu sig upp sem Batman gengið á hrekkjavökudeginum sjálfum, 31. október. Þarna mátti sjá alla Batman klíkuna eins og hún leggur sig: Batman, Catwomen, the Joker, Robin, the Riddler og Batgirl.

 

Kim er ekkert að tvínóna við hlutina og tók búning kvöldsins alla leið eins og sjá má hér að ofan en ofurparið mætti til leiks í Lambourghinií stíl við þema kvöldsins. Batman klíkan skemmti sér á klúbbnum LIV á Miami fram á nótt þar sem Kim fagnaði einnig afmælinu sínu en hún varð 32 ára nú á dögunum. 

Ef þú hefur ekki prófað Halloween stemminguna í Bandaríkjunum þá mæli ég eindregið með því - sérstaklega í borgunum New York, LA og Miami sem eru þekktar fyrir að vera með nóg um að vera wink

---

Hildur J skrifaði 02.11.12 kl. 23:09

Væri awesome að upplifa halloween í USA einn daginn… hef frekar mikið gaman að búningum haha smile

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.