HOLLENSK FERÐASAGA

Sólarhringurinn í Hollandi í síðustu viku kom svona líka skemmtilega á óvart. Ég dvaldi að mestu leyti í Wageningen sem er lítill háskólabær í klukkutíma fjarlægð frá Amsterdam. Það kom mér ýmislegt á óvart í þessari ferð og ég lærði alls konar hluti um Holland og litla Wageningen.

- Hollendingar eru virkilega góðir í ensku ólíkt flestum nágrönnum þeirra. Ég bjó mig undir að þurfa að nota frönskuna eða handabendingar að einhverju leyti en komst upp með amerískuna mína í öllum tilfellum.

- Wageningen búar vita ekki hvað Mohito er og hvað þá kunna þeir að búa hann til. Eftir 2 misheppnaðar tilraunir tók ég yfir kokteilaframleiðslunni í þessum sæta bæ.

- Í Hollandi búa tæplega 17 milljónir manna en landið er samt meira en helmingi minna en Ísland að flatarmáli. Það tekur ekki nema 1,5 tíma að keyra þvert yfir landið!

- Amsterdam er ótrúlega sjarmerandi og falleg borg með rosalega mörgum flottum verslunum. Aldrei hefði ég trúað því að ég myndi plana ferð til Amsterdam til að versla en það er klárlega komið á to-do listann.

- Hollendingar eru HÁVAXNIR. Sem betur fer fór ég í JC Lita skónum mínum út um kvöldið, annars hefði ég orðið undir í mannmergðinni.

- Vinkona mín sem var með mér úti og er hálf hollensk laug því að mér að "Te Huur" þýddi "Hórur hér". Ég skyldi ekkert í þessum ótalmörgu hóruhúsum útum allan bæ. Ég fékk að vita það seinna að "Te Huur" þýðir "Til leigu".

- Það er mikið af sérstökum byggingum og skemmtilegum húsum í Amsterdam. Ein blokkin var t.d. bara með svalir fyir nokkrar vel valdar íbúðir. Önnur bygging var eins og 90 gráðu þríhyrningur í laginu og á þakinu (langhliðinni) var sumsé garður hússins.

- Það er mikið lagt upp úr smáatriðum og gestrisni í Hollandi. Við vorum vel trítaðar af okkar gestgjöfum og ég var ótrúlega hissa á krúttlega hlaðborðinu sem að þrír karlmenn gerðu klárt handa okkur á fundinum. Sé manninn minn alveg í anda að dúlla sér við að raða upp smákökum og samlokum fallega á diska. Sjáiði bara hvað þetta er krúttlegt!

Mér finnst bleiki teketillinn æðislegur, ekki skemmdi fyrir að teið var það besta sem ég hef smakkað (þarf vart að taka það fram að það var heimalagað frá grunni).

Þar sem aðal tilgangur ferðarinnar var vinnufundur náði ég ekki að kynnast Amsterdam eins vel og ég hefði viljað. Samstarfsmaður okkar var hinsvegar svo yndislegur að hleypa okkur í búðir í örstund í Amsterdam svo að ég og vinkona mín hlupum upp verslunargötuna í miðbæ Amsterdam, virtum fyrir okkur fallegu búðargluggana og önduðum að okkur Amsterdam stemningunni.

Þessar örfáu mínútur sem við áttum í Amsterdam voru að sjálfsögðu einnig nýttar í smá HM verslunarleiðangur. Það gafst ekki mikill tími til að máta, það eina sem var í boði var að renna yfir búðina, grípa með sér það sem fyrir augu bar og borga.

Ég varð ólýsanlega glöð yfir því að komast inn í HM því í fyrsta lagi varð ég að eignast þessa hérna:

  

Í öðru lagi var ég að voooonast til þess að það væri eitthvað eftir af Maison Martin Margiela línunni í versluninni. Ég hoppaði hæð mína þegar ég sá að það var slatti eftir og gerði dauðaleit að fallega rauða kjólnum úr línunni, þessum hérna:

  

Eftir að hafa grátið í hálfa mínútu yfir því að hann væri uppseldur sá ég að uglubolurinn var til í minni stærð svo að ég tók gleði mína á ný smile

  

Dagurinn endaði á skemmtilegum háskólabar í Wageningen þar sem ég hitti 5 skemmtilega krakka úr háskólanum í Wageningen. Gaman að segja frá því að við fórum að spjalla út frá skónum mínum (skórnir skapa ekki bara manninn heldur nýja vini líka!) en þegar ég stóð við barinn tók ég eftir 5 starandi dúllum á næsta borði. Þá voru þau semsagt að rökræða hvort ég væri í JC skóm eða ekki og hversu hár hællinn væri eiginlega (JC for the win, alltaf!) Í enda kvöldsins vorum við öll orðin perluvinir og þau jafnframt útskrifuð úr íslensku 103 - þ.e. þau kunnu að segja "Hafnarfjörður" með stæl smile

Takk fyrir mig Holland!

---

Hildur J skrifaði 29.11.12 kl. 10:18

ok vá þetta er krúttulegasta hlaðborð sem ég hef séð smile

---

Svana skrifaði 04.12.12 kl. 17:00

Agli ég hefði getað sagt þér allar þessar staðreyndir um amst. og meira til:) Ég er alltaf til í borgarferð þangað og get sýnt þér allar bestu búðirnar!!

---

shoejungle skrifaði 04.12.12 kl. 17:12

Svana let’s do it!

---

Kristbjörg Tinna Ásbjörnsdóttir skrifaði 05.02.13 kl. 2:22

Pant koma með smile

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.