HM & ISABEL MARANT

Gleðilegt ár elsku skóunnendur heart

Ég tók mér frí frá gjörsamlega öllu yfir hátíðarnar og snerti ekki við neinu tengdu vinnu eða tölvum frá Þorláksmessu og fram yfir áramót. Ég var búin að búa til lista af bíómyndum og heimildarmyndum til að horfa á þar sem ég gef mér aldrei tíma í svoleiðis og við systur lágum því tímunum saman eins og skötur og nutum þess að vera í kærkomnu fríi. Þetta voru virkilega ljúfir og afslappandi dagar - en á sama tíma var líka gott að komast í samband við umheiminn aftur í síðustu viku.

Ég átti yndislega daga í New York í nóvember þar sem ég meðal annars kíkti á samstarf HM og Isabel Marant. Ég lenti í New York á sama degi og fatalínan datt í hús og því var ansi tómlegt um að lítast í fyrstu HM búðinni sem ég heimsótti.  Langar raðir höfðu myndast fyrir utan helstu HM verslanirnar á Manhattan þennan dag en tískuunnendur höfðu beðið með mikilli eftirvæntingu eftir því að næla sér í flík úr þessu samstarfi.

Sem betur fer var búið að fylla á birgðirnar í næstu HM verslun sem ég rambaði á en fatalínan tók á móti mér í allri sinni dýrð um leið og ég steig inn í búðina:

Ég varð strax ástfangin af ákveðnu efni og munstri en átti mjög erfitt með að gera upp á milli þessara tveggja flíka:

Þá voru góð ráð dýr og ég endaði á því að hringja eftir neyðaraðstoð. Elskulega samstarfskona mín kom hlaupandi til mín úr Macy's (með troðfulla poka af fíneríi) og hjálpaði mér að taka lokaákvörðun. Við sammældumst um það að ég ætti fleiri en einar og fleiri en tvennar buxur í þessu sniði hér að ofan og að kjóllinn væri því sérstakari flík. Ég hef orðið sáttari og sáttari með ákvörðunina frá kaupunum en þessi kjóll er eitthvað svo einstakur í sniðinu. Uppáhaldið mitt er örmjóa "skoran" á bakinu.
Það er ekki laust við örlitla Kardashian stemningu í þessum kjól wink

Ég gjörsamlega elska þessi framtök hjá HM - að fara reglulega í samstarf við þekkta hönnuði og geta selt okkur tískusjúklingunum hönnunarvöru á viðráðanlegu verði. Ég hef keypt mér flíkur úr samstarfi HM við Vercace, Maison Martin Margiela og nú Isabel Marant og það er svo gaman að eiga nokkrar svona öðruvísi og vandaðar flíkur.

Ég hlakka til að sjá hvaða samstarf þeir kynna næst smile

--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Happy new year, my fellow shoe-lovers heart

I got my Christmas outfit from a collection that Isabel Marant designed for HM. The collection hit stores in November and I was lucky enough to be in New York exactly around that time. This dress is so beautiful and unique - I just fell in love with the fabric and the pattern. I did have a hard time choosing between the pants and the dress above but in the end the dress felt more special. The design of it was simply too unique to bypass.

I adore these collaborations between HM and all these designers. I've got items from the collaborations with Vercace, Maison Martin Margiela and now Isabel Marant and these clothes have become the diamonds in my closet.

Simply can't wait to see who they will collaborate with next!

---

Herdís skrifaði 06.01.14 kl. 21:55

Æðislegur kjóll !! smile

---

Sunna skrifaði 07.01.14 kl. 0:47

Þú ert flottust xx

---

Agla skrifaði 07.01.14 kl. 11:30

Takk elskulegar <3

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.