Hey, I just met you

"...and this is crazy!" - er sennilega það sem ég hefði sagt ef ég hefði hitt Carly Rae Jepsen í múnderingunni sem hún var í hjá Chelsea Lately í síðustu viku. Carly mætti í skóm í fríkaðri kantinum úr smiðju United Nude. Skórnir eru skemmtilegir en ég var samt hrifnari af skóm þáttastjórnandans - nú væri gaman að vita hvaðan þeir eru.

    

Ég er ekkert sérstaklega hrifin af tónlistinni frá fröken Jepsen (ólíkt vinkonum mínum) en ég er hinsvegar hrifin af því hvernig hún fer sínar eigin leiðir í fatavali. Daman er því miður ekki alltaf smart en skemmtileg er hún!

    

   

    

Carly er ekkert að stressa sig á því að skipta úr strigaskónum yfir í hælana þegar hún mætir á rauða dregillinn. Söngfuglinn er greinilega mjög hrifin af HOMG platform strigaskónum frá JC eins og ég því hún hefur sést a.m.k. þrisvar í þeim á Hollywood viðburðum.

Hey, ef það er JC þá er það við hæfi á rauða dreglinum, hvort sem það eru strigaskór eða ekki - eða hvað ?

---

Kristbjörg Tinna Ásbjörnsdóttir skrifaði 02.10.12 kl. 10:42

Hún er kjút smile En mér finnst allt leyfilegt á rauða dreglinum ef það lúkkar.. en sumt gengur bara hvergi upp.. eins og mörg af dressunum hennar haha

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.