Hashtag
Stundum koma dagar þar sem maður fær leið á öllu sem er í tísku og langar í einhverjar nýjar og öðruvísi hugmyndir. Stundum er maður þó heldur ekki í skapi til að þræða tískublogg og vefverslanir eða fletta í gegnum hvert tímaritið á fætur öðru í leit að nýjum ferskleika. Helst af öllu vill maður liggja upp í sófa með fæturnar upp í loft og fá innblásturinn beint í æð.
Þá er svo gott að hafa instagram sem er án nokkurs vafa mitt uppáhalds iphone/ipad app.
Hashtaggið góða á instagram er virkilega vanmetið. Það er óspart gert grín að fólki sem hrúgar hashtöggum á allar sínar myndir en þetta er einmitt eitthvað sem ég er virkilega þakklát fyrir. Ef þú tekur mynd af þér í Jeffrey Campbell skóm til dæmis - settu þá #jeffreycampell við myndina til að ég geti séð hana næst þegar ég fletti upp JC hashtagginu.
Ég fer reglulega inn á instagram og fletti upp hinum ýmsu hashtöggum - sérstaklega þegar ég er skotin í einhverjum fallegum skóm og langar að sjá þá á fæti og við eitthvað dress.
Það sem mér finnst samt allra skemmtilegast er að fletta upp #shoes og sjá allan skalann af skemmtilegum skómyndum. Þetta gerði ég síðast í gær og hér er brot af því sem fyrir augu bar:
Verð að láta myndina hér að neðan fylgja með en ég lenti í nákæmlega þessum samræðum í gær á skrifstofunni.
En hvað ég er nú samt þakklát fyrir að það sé ekki dresscode á vinnustaðnum mínum!
---
Sunna skrifaði 15.11.12 kl. 15:41
Sniðugt, ég gleymi alltaf að einhver not séu í þessum hashtöggum. Flott blogg!
---
Kristbjörg Tinna Ásbjörnsdóttir skrifaði 05.02.13 kl. 2:25
#gerirlífiðbetra
---