GS CRAVINGS

Ég er alveg veik í ökklastígvél þessa stundina og væri alveg til í 1-2 pör frá GS - svona þangað til ég kemst næst til Bandaríkjanna og get misst mig í skóbúðunum wink

Þessir skór frá SIXTYSEVEN eru sjúklega flottir. Mér finnst svo flott á ökkklastívélum að vera með himinháan hæl en hafa platforminn næstum því jafn háan. Þessir skór eru svona í áttina að því lúkki.

Það þurfa líka allir að eiga eitt gæðaeintak af Billi Bi skóm. Þessir eru æðislegir og ég myndi sjá fram á fjölbreytt notkunargildi.

Þessir eru frá Again and Again og eru hrikalega flottir. Ég sá þessa skó live um helgina hjá einum fellow -skóunnenda og þeir eru ennþá flottari á fæti!

Aðrir frá SIXTYSEVEN í svipuðum stíl og Again and Again skórnir. Þeir eru hinsvegar ekki eins flottir að mínu mati. Í raun þykir mér þeir of "venjulegir"..

Þessir eru frá Bullboxer og eru líka virkilega fallegir. Ég er orðin ofsalega hrifin af þessu "útvíða" trendi yfir kálfana. Ég sá elstu Kardashian systurina (sem er jafnframt ein af mínum uppáhalds) í slíkum skóm fyrir nokkrum mánuðum síðan og þetta hefur verið bakvið eyrað á mér síðan þá. Ég er ekki frá því að þetta sé flott við lúkkið sem ég var að lýsa hér að ofan - himinhár hæll og næstum því jafn hár platform. Nú væri gott að geta smíðað sér sína eigin skó wink

Hvað er betra en að leggjast upp í sófa eftir íbúðarþrif og láta sig dreyma um fallega skó. Næst á dagskrá hjá mér er verslunarhringur í einni af minni uppáhalds netverslun. Verslunin pikkar upp ný trend um leið og þau fara á stjá en býður jafnframt upp á mjög sanngjarna verðlagningu. Ef allt gengur eftir þá verður þessi netverslun bráðlega í boði fyrir ykkur wink Spennandi!

---

Svana skrifaði 04.11.12 kl. 17:50

Mega fínir.. á eina í þessum stíl sem ég elska, fíla líka vel skónna sem Sigrún var í um helgina.. virkilega flottir!
Hvað segiru um að koma í íbúðarþrif hingað líka;);) Er enn eftir að þrífa eftir partýið...

---

shoejungle skrifaði 04.11.12 kl. 18:06

Já maður verður að splæsa í allavega eina svona skó fyrir veturinn Hahaha vá hvað það var samt gaman hjá okkur! Hef ekki hlegið svona mikið lengi wink

---

SigrúnVíkings skrifaði 06.11.12 kl. 21:06

Alltof mikið af flottum skóm í boði þessa dagana! Er brjálað ánægð með skyndikaupin mín í síðustu viku wink
Það má alveg splæsa á sig annað slagið.. smile

---

Kristbjörg Tinna Ásbjörnsdóttir skrifaði 05.02.13 kl. 2:28

Sigrún ég er glöð að þú splæstir af því að það fékk mig til að splæsa líka í alveg eins haha

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.