GRAMMY’S 2014

Hið svokallaða "awards season" er í fullum gangi. 

Grammy's verðlaunahátíðin var haldin hátíðleg síðastliðinn sunnudag í Staples Center í Los Angeles. Sigurvegarar kvöldsins voru tvímælalaust frönsku vinir mínir í Daft Punk sem hlutu þrenn verðlaun, m.a. fyrir smellinn Get Lucky í samvinnu við meistara Pharrell Williams. Fyrir utan Daft Punk dúóið þá var líka annað dúó sem gjörsamlega stal senunni, strax í opnunaratriði hátíðarinnar. Þau eru ekki bara fáránlega hæfileikaríkt tónlistarfólk heldur líka eitt flottasta par sem ég veit um og sennilega með mestu marketing&business snillingum í bransanum:

 

Rauði dregillinn á Grammy's er alltaf talsvert afslappaðri en á kvikmyndahátíðunum, þar sem fólkið í tónlistarbransinn tekur lífinu kannski ekki alveg eins alvarlega. Þarna má alltaf sjá mikið af skemmtilegum týpum, artí stemningu og umtöluðum dressum. Hér eru helstu trendin þetta árið.

GLIMMER

  

    

Glimmer-sanseraðir kjólar voru sennilega eitt mest áberandi trend kvöldsins. Taylor Swift þótti einna best klædd í silfurlituðum glimmer kjól frá Gucci.

ORANGE-RED

  

  

Líkt og á Golden Globes hátíðinni fyrir 2 vikum síðan voru kóralrauðir kjólar áberandi. Mér fannst Natasha Bedingfield æðisleg í sínum kjól!

VELVET SUITS

  

  

Flauelsjakkaföt voru áberandi hjá karlpeningnum en Macklemore tók þetta trend skrefinu lengra við misgóðar undirtektir smile

BUZZING

  

Einn af umtöluðustu kjólum kvöldsins var kjóllinn hennar Katy Perry. Drottningin sjálf, sem hefur ekki síður gaman af því að vekja umtal en að syngja, mætti í kjól úr spring couture línu Valentino 2014 og þótti sérlega vel við hæfi.

  

Pharrell mætti á rauða dregillinn í casual klæðnaði ásamt umtalaðasta höfuðklæðnaði kvöldsins - hatti frá Vivienne Westwood.

  

Madonna og sonur hennar mættu í stíl í jakkafötum frá Ralph Lauren. Það var svosem ekki það sem vakti umtal heldur tanngarðurinn á poppstjörnunni sem ákvað að fá sér "grill".

FAVORITES

  

Keltie Knight var ein af mínum uppáhalds í þessum fallega Paolo Sebastian kjól. Sniðið á toppnum er sjúklega fallegt!

  

Rita Ora var stórglæsileg í metal kjól frá Lanvin. Hún mætti með Coachella vin minn, hann Calvin Harris upp á arminn en á þeim er týpýskur Hollywood stærðarmunur (30 cm). Ég var ekki jafn hrifin af hringjahrúgunni og naglalakkavalinu hennar en hey, það er víst allt leyfilegt á The Grammy's wink

  

Queen B fellur ekki alltaf í kramið hjá mér með sínu kjólavali en það gerði hún heldur betur í ár. Hún mætti í stórglæsilegum kjól frá Michael Costello, með vínrauðan varalit og nýjustu hárgreiðsluna sína sem ég bara fæ ekki nóg af. Klárlega flottasti kjóll kvöldsins yes

--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Here are the highlights from the Grammy's red carpet arrivals this year. Lots of trends and buzzing outfits, like usually.

The Daft Punkt duo were the big winners at the Grammy's this year, taking home 3 awards. However, there was another duo who stole the scene right at the beginning of the ceremony with their outstanding performance - who else than the power couple Beyoncé and Jay-Z. Beyoncé's dress was also my favorite look of the night yes

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.