Golden Globes 2014

Golden Globes verðlaunahátíðin var haldin hátíðleg í Beverly Hills í gærkvöldi með öllu tilheyrandi - þar á meðal red carpet arrivals sem mér finnst það skemmtilegasta við þessar verðlaunahátíðir.

Golden Globes hátíðin er í uppáhaldi hjá mér því þarna fær maður að sjá allan Hollywood skalann - tónlistarfólk ásamt leikurum úr bæði kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Stemningin á rauða dreglinum er líka frekar afslöppuð og kjólarnir "meðalfínir" en ekki alveg gala GALA eins og á Óskarnum.

Ég verð reyndar að segja að það var ekki eins skemmtileg fjölbreytni á rauða dreglinum eins og í fyrra. Eins fannst mér ekki nógu mikið um ný trend - greinilega eitthvað hugmyndaleysi í gangi hjá stílistunum Vestra. 

ORANGE-RED

  

  

Appelsínurauður var áberandi á rauða dreglinum enda skemmtilegur og skær litur. Þær Lupita Nyongo, Savanna Guthrie, Lousie Roe og Emma Watson tóku sig vel út. Sú síðastnefnda komst reyndar efst á topp listann minn eftir kvöldið, aðallega vegna þess hvernig kjóllinn hennar er að aftan. Nánar um það hér neðar.

PREGGERS

  

Það er alltaf í tísku að vera ólétt í Hollywood. Það geislaði af þeim Olivia Wilde og Kerry Washington og æj þær voru báðar svo fínar og sætar.

FLOWER POWER

  

  

  

  

Ef það er eitthvað trend sem gjörsamlega átti þessa Golden Globes hátíð þá var það blómamunstur í öllum stærðum og gerðum. Svarthvít blómamunstur, 3D blómamynstur, ásaumuð blóm í sama lit og kjóllinn ásamt nude fantasíu blómakjólum - allt þetta og meira til var sjáanlegt á rauða dreglinum í gær. Blómin einfaldlega steinlágu á Golden Globes í ár. 

COLOR BLOCKING

  

Taylor Swift var jafn flott og Sandra Bullock var hallærisleg. Fer samt þetta trend ekki að verða svolítið þreytt eða er það bara ég ? smile

BLACK AND WHITE

  

  

Þetta klassíska trend ratar enn og aftur inn á rauða dregillinn. Jennifer Lawrence heldur áfram í ástarsambandi sínu við Dior og mætti í kjól sem var ekki svo ósvipaður kjólnum sem hún mætti í á Óskarinn í fyrra (þegar hún datt svo eftirminnilega í tröppunum á leiðinni upp á svið).

THE GENTLEMEN

  

Ég varð að leyfa þessum tveimur herramönnum að fljóta með - sýna það svo sannarlega að jakkaföt eru ekki bara jakkaföt wink

FAVORITES

Í lokin eru svo hér mínir uppáhalds kjólar frá kvöldinu:

  

Maria Menounos í svo fallega bleikum kjól með smá geometry munstri, frá Max Azria Atelier. Tatiana Maslany í gullfallegum en jafnframt látlausum kjól með rómantísku ívafi frá Jenny Packham.

  

Það sem mér fannst kúl við kjólinn hennar Rocsi (til vinstri) var 90's sniðið á efri hlutanum á kjólnum. Kjóllinn er líka með fallegu munstri og smá Veru Wang fílíngur í því hvernig pilsið fellur. Modern Family stjarnan Sarah Hyland var í ofsalega fallegum "Audrey Hepburn" kjól frá Georges Hobeika. 

  

Elisabeth Moss var á útopnu í gærkvöldi. Hún gaf áhorfendum E! fingurinn meðan hún sýndi skargripina sína í svokallaðri "Mani-Cam", missti út úr sér "Holy-Shit" þegar hún hlaut titillinn besta leikkonan fyrir leik sinn í þáttaröðinni "Top of The Lake" og síðast en ekki síst mætti hún í sjúklega flottum kjól frá J. Mendez.. Ég fíla svona fólk sem er örlítið rough around the edges yes

  

Zoey Deschanel ratar vanalega ekki inn á uppáhalds listann minn en þessu dressi kolféll ég fyrir. Loose-fitted toppur og tjull pils með smjörþef af high-low sniði, beint af tískupöllunum hjá Oscar De La Renta. Vávává heart

  

Þá er það uppáhalds dressið mitt frá Golden Globes í ár. Kemur kannski ekki á óvart að það sé jafnframt það frumlegasta wink Það er hún Emma Watson í ótrúlega skemmtilegum "hálf-kjól" frá Dior. Þetta finnst mér rauði dregillinn snúast um - að koma með skemmtilegar nýungar og þora að vera djarfur í kjólavali. P-E-R-F-E-C-T yes

--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

It's January and the award season has officially begun!

Hollywood celebrated the 71st Golden Globe awards last night. My favorite thing about the award shows are the red carpet arrivals of course. This year, it was all about flowers, orange red, bland and white and color blocking. My favorites by far were Emma Watson and Zoey Deschanel - they were among the very few who actually took a risk and dared to be different. That's what fashion is all about smile

---

Jenný skrifaði 14.01.14 kl. 19:12

Er nokkuð sammála þér í þessum dómum - fashion freek wink. Er samt ekki að fatta bláa skó hjá Emmu en þeir eru flottir samt sem áður…..hefði haft þá svarta ekki nema að hún hafi kannski verið með veski í sama bláa lit smile

---

Agla skrifaði 15.01.14 kl. 15:57

Haha já það er svo gaman að spekúlera í red carpet dressunum - þau eru líka oft samansett af fræknum tísku stílistum wink

Ég er sammála þér með skóna. Staldraði við þessar myndir í dágóðan tíma og gat ekki ákveðið hvort ég fílaði þá eða ekki. Afþví kjóllinn er samt svo sérstakur þá stingur pínu í stúf að vera í bláum skóm. En vá hvað ég væri samt til í að eiga þessa skó - gullfallegir!

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.