GOLDEN GLOBES 2013

Golden Globes verðlaunahátíðin var haldin á Hilton hótelinu í Beverly Hills í fyrradag. Þetta var í fyrsta skipti í mörg ár sem hitastigið fór niður fyrir tveggja stafa bilið og á tímabili var hitastigið rétt yfir frostmarki. Rauði dregillinn var því búin hitalömpum svo að stjörnurnar gætuð stillt sér upp í fínu kjólunum sínum.

Það eru tvö ár síðan ég ásamt fríðu föruneyti fórum í bíltúr til Beverly Hills og ákváðum að kíkja við á rauða dregillinn á Golden Globes. Þá var sól og blíð og hitastigið vel yfir 20°C. Við fórum sko ekki í neina fýluferð því við fengum að heilsa upp á Eric Stonestreet úr Modern Family, Jake Gyllenhaal, Brad Pitt og fröken Jolie, Puff Daddy, Tim Allen og fleiri frækna. Deili með ykkur nokkrum myndum áður en ég skelli mér í kjólaumræðurnar:

Golden Globes er eins og People's Choice Awards í miklu uppáhaldi hjá mér því þarna fær maður að sjá allan skalann - tónlistarfólk, kvikmyndaleikara og sjónvarpsþáttaleikara. Klæðaburðurinn á rauða dreglinum er líka svo skemmtilegur því að það er ekki eins mikil pressa að vera í sínu fínasta pússi eins og á Óskarnum og því fær maður að sjá skemmtilega tísku.

Hér má sjá brot af því besta:

HÁAR KLAUFAR

  

  

Þær Halle Berry, Heidi Klum, Lea Michele og Eva Longoria mættu allar í kjólum með himinháa klauf. Greinilegt að kjóllinn hennar Angelinu Jolie á Óskarnum í fyrra hefur verið mikill trendsetter smile

FISHTAIL CUT (HAFMEYJUSNIÐ):

  

  

Ég átti mjög erfitt með að velja 4 kjóla með þessu sniði því þær voru fjöldamargar sem mættu í hafmeyjusniðinu fræga í fyrrakvöld. Nude liturinn var einnig vinsæll eins og sjá má á þeim Hayden Panettiere og Amy Adams. Bæði Jessica Alba og Kelly Osbourne völdu sér einnig gullfallega kjóla.

BLÚNDUR OG BAROKK

  

Nicole Richie er bara alltaf flott, hún klikkar ekki einu sinni á veskinu. Þrátt fyrir að kjóllinn hennar J-Lo sé líka mjög fallegur þá þá finnst mér Nicole bera af í þessum flokki. 

GULL OG SVART/HVÍTT

  

Michelle Dockerey og Kate Hudson. Mér finnst Alexander Mcqueen kjóllinn sem Kate klæðist alveg ótrúlega fallegur en mér finnst beltið sem hún er með frekar "cheap" við þennan kjól. Hefði mátt vera meira í anda við kragann.

FLEIRI FLOTTAR:

  

  

Naomi Watts var í virkilega flottum kjól og sama má segja um Kerry Washinton og Oliviu Munn. Pilsadragtin hennar Siennu Miller er ekki allra en mér finnst hún æði. Hún vildi endilega klæðast kjól frá breskum hönnuði og valdi sér þetta skemmtilega sett.

Að lokum aðeins að skóúrvali kvöldsins. Þar sem flestar skvísurnar mættu til leiks í síðkjólum þá var erfitt að spotta flotta skó en þessi tvö pör stóðu upp úr hjá mér

Heildar lúkkið hjá Katherine Mcphee var í raun ótrúlega flott og þessir skemmtilegu skór settu svo sannarlega punktinn yfir i-ið. Þessir skór eru ekki svo ósvipaðir hugmyndinni á bak við Soirée skóna frá Jeffrey Campbell.

Íþróttakonan Gabby Douglas á þessa gulu glamúr skó frá Benjamin Adams London sem tóna skemmtilega við kjólinn hennar.

Award's season heldur ótrautt áfram og næst er það Screen Actors Guild Awards og Óskarinn! wink 

---

Kristbjörg Tinna Ásbjörnsdóttir skrifaði 05.02.13 kl. 1:56

Mér finnst Halle Berry og Lea Michele alveg eiga vinninginn í klaufa-kjólunum. Og Nicole Richie er bara eitt stórt VÁ!!

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.