GLEÐILEG JÓL

Þá eru jólin mætt á svæðið enn eina ferðina, ji hvað tíminn flýgur! Því miður hefur alltof lítill tími gefist til bloggs sökum jólaanna en úr því verður svo sannarlega bætt í jólafríinu. Ég hef fengið nokkrar fyrirspurnir um að pósta myndum af Denver skóhrúgunni og ég mun ganga í málið á næstu dögum smile

Síðustu dagar eru búnir að fara í jólastúss, hreingerningu, kósýheit og samveru með vinum og vandamönnum. Ég er alin upp á mjög miklu jólaheimili og því er ansi jólalegt hér á bæ og allt klárt fyrir hátíðarnar. Við hjúin erum búin að horfa á 3 jólamyndir á síðasta sólahring - The Holiday, Love Actually og Fred Claus og það kannski lýsir fyrir ykkur jólastemmingunni á mínu heimili smile

  

Jólakjóllinn minn frá Asos kom í hús í gær, rétt í tæka tíð fyrir jólin. Ég var ekkert smá glöð að það hafðist, þökk sé yndislegri flugfreyju.

  

Ég ákvað að velja mér frekar chunky skó við jóladressið í dökkgrænum Emerald lit. Það er svo skemmtilegt að blanda saman mismunandi tónum af sama litnum.

Ég vil óska ykkur öllum gleðilegra jóla og í leiðinni þakka kærlega fyrir viðtökurnar frá því að síðan opnaði 1. september. Ég er ótrúlega þakklát og mér finnst ekkert skemmtilegra en að deila mínum klikkuðu skópælingum með ykkur lesendum. Ég vona að síðulesning hafi náð að stytta ykkur stundir og gefið ykkur hugmyndir þegar kemur að skókaupum. Ég minni á að allar ábendingar og fyrirspurnir eru velkomnar í gegnum tölvupóstfangið shoejungle@shoejungle.is 

HAFIÐ ÞAÐ GOTT YFIR HÁTÍÐARNAR heart

---

Svana skrifaði 24.12.12 kl. 15:52

Æðislegur kjóllinn, ekta jólakjóll:)
Er enn eftir að finna mitt jóladress haha, korter í jól!

---

SigrúnVíkings skrifaði 26.12.12 kl. 9:32

Gleðileg jól elsku Agla <3 Fallegt jóladress! Vona að þú sert búin að njóta jólana og ferð södd og sæl inní nýja árið :D

---

Agla skrifaði 26.12.12 kl. 14:52

Takk elskur :*

---

Kristbjörg Tinna Ásbjörnsdóttir skrifaði 05.02.13 kl. 2:12

Ég er gersamlega ástfangin af þessum kjól.. Væri mjög til í eitt stykki í svörtu smile

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.