GAGALAND

Síðastliðið föstudagskvöld snæddi ég dýrindis kvöldverð með vinnufélögunum á Vox á Nordica. Mikið gaman og enn meira hlegið - gott kvöld í alla staði. Þá hafði frétt þess efnis að Lady Gaga myndi mæta á sama hótel nokkrum dögum seinna eitthvað farið framhjá mér.

Drottningin átti að hafa lent á Reykjavíkurflugvelli kl 7 í kvöld og stigið þar út úr einkaþotu sinni á gegnvotan rauðan dregil sem starfsmenn Reykjavíkurflugvallar báru upp að vélinni. Nú vilja fjölmiðlar hinsvegar meina að Gaga hafi leikið á þá og að þetta hafi verið staðgengill söngkonunnar. Sé það rétt þá sannast það hér með að hún kann aldeilis á þennan bransa - helmingi meiri fjölmiðlaumfjöllun og landsmenn enn spenntari yfir því hvenær, hvernig og hvaðan daman mætir á klakann. Ætli hún komi á fljótandi ísjaka ?

Lady Gaga er einn af mestu skófrumkvöðlum undanfarinna ára. Fyrst um sinn var ég hálf hneyksluð á látalátunum í henni en ég féll á endanum fyrir þessari stórbrotnu og vægast sagt stórundarlegu manneskju.

  

  

    

Ég hef nokkrum sinnum staðhæft að ég muni aldrei ganga í hinum og þessum skóm en eftir að hafa margafsannað þær staðhæfingar er ég hætt að segja nokkuð þegar ég hneykslast á nýrri furðulegri tísku, sér í lagi tísku sem Gaga kemur af stað. Vá hvað mig verkjaði í tærnar þegar hún valsaði um í Alexander MqQueen Armadillo skónum í myndbandinu við Bad Romance. Þegar hún mætti svo í hællausu skónum á viðburð í New York í maí 2010 ólguðu netheimarnir og fólk hneykslaðist yfir þessum "forljótu" skóm sem ekki væri hægt að ganga á.

Það er því frekar fyndið að opna allar helstu skóvefverslanirnar í dag og þetta tekur á móti manni:

    

    

    

Sá hlær best sem síðast hlær smile

---

Kristbjörg Tinna Ásbjörnsdóttir skrifaði 09.10.12 kl. 9:10

Ég held að þessi skótíska muni skríða framhjá mér smile En hver veit hvað gerist samt haha

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.