GAGA DRESS

Lady Gaga tók ekki af sér nornahattinn á meðan að á Íslandsdvöl hennar stóð en hann var á höfði hennar við komuna til landsins og á meðan að á athöfninni stóð í Hörpu.

Þegar hún tók við friðarverðlaununum frá Yoko Ono var hún klædd í skósíðan Saint Laurent Paris kjól en kjóllin var hannaður af Hedi Slimane sem gekk nýlega til liðs við SLP. Mér tókst einnig að finna mynd af henni þar sem glittir í skóna wink

   

Himinháir platform pinnahælar eins og við var að búast af poppdrottningunni. Hún fær 5 stjörnur frá mér fyrir þetta lúkk - klassískt en samt GAGA keimur af því.

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.