FASHION OF FRIENDS

Eitt af fjölmörgu sem ég er þakklát fyrir í lífinu er þáttaröðin FRIENDS (hljómar yfirborðskennt en þetta er dagsatt). Þetta eru einfaldlega bestu, langfyndnustu, skemmtilegustu og hjartnæmustu þættir allra tíma. Flestir eiga auðvelt  með að tengja við einhvern af karakterunum og persónusköpunin er sú besta sem ég ef nokkurn tíman séð í sitcom þáttaröðum ("hlæjuþáttum"). Þættirnir eru jafnframt raunverulega fyndnir, það fyndnir að ég hlæ enn uppátt að þeim. Þættirnir eru einnig svo skemmtilega tímalausir að það er ekkert mál að horfa á þá margoft (eina sem breytist á milli ára er fatatískan og stærðin á raftækjunum).

Ég er það mikill aðdáandi að FRIENDS er oft í gangi þegar ég er heima í kósý og oftar en ekki sofna ég yfir þáttunum á kvöldin. Seríurnar rúlla því í DVD spilaranum hver á eftir annarri og líkast til hef ég farið a.m.k. 20-30 seríuhringi um ævina. Þetta er það slæmt að ef þú nefnir setningu úr FRIENDS við mig þá get ég umsvifalaust sagt þér í hvaða senu setningin kemur fram í. Það þarf líka vart að taka það fram að ég er ósigruð í FRIENDS spilinu wink

Svo að ég komi mér að efninu þá er FRIENDS mér það kært að ég get ekki horft á lokaþáttinn – ég hef sennilega einu sinni horft á hann og það geri ég aldrei aftur. Oftast hætti ég meira að segja á þriðja síðasta þættinum því mér finnst kveðjupartýið hennar Rachel eiginlega of erfitt áhorfs. En núna á dögunum fórum við semsagt eins langt og við treystum okkur í 10. seríu og því er 1. sería búin að vera í gangi síðustu daga mér til mikillar skemmtunar. Ég man þegar ég var að horfa í fyrstu skiptin á 1. seríu og hugsaði með mér hvað tískan væri hrikalega asnaleg og hallærisleg. Í síðustu 2-3 skipti sem ég hef hoft á seríuna hef ég hinsvegar skipt um skoðun - skemmtilegt dæmi um hvað tískan gengur í hringi. Tískan í fyrstu tveimur seríunum af FRIENDS er alveg keimlík þeirri tísku sem hefur verið í gangi á síðastliðnu ári og það er ótrúlega gaman að spotta út hvað það er margt líkt í gangi þrátt fyrir að það séu tæp 20 ár hér á milli.

Sumar af myndunum hér að neðan eru snapshot af youtube, afsakið léleg gæði.

  

  

  

  

  

Ég gjörsamlega elska pilsið sem Rachel er í á síðustu tveimur myndunum. Myndirnar sýna því miður ekki hvað pilsið er sjúklega flott en áhugasamir geta séð það betur í fyrsta þætti annarrar seríu eða hér . Ég gerði dauðaleit að svona pilsi/kjól í Bandaríkjunum síðasta sumar, fann sambærilegan kjól á Lulu's vefsíðunni og náði ótrúlegt en satt að tryggja mér síðasta eintakið.

Síðan sveif ég á bleiku skýi þar til ég fékk email um það að kjóllinn væri því miður "out of stock". Mér tókst af einhverjum óskiljanlegum ástæðum að panta hann þrátt fyrir að þeir ættu hann ekki til - hvílík vonbrigði. Sem betur fer bættu þeir mér svekkelsið með gjafabréfi smile

 

---

Erla skrifaði 28.10.12 kl. 3:41

Ég elskaði þessa þætti. kv. Erla

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.