FORSTJÓRI HM Í VIÐTALI

Forstjóri HM, Karl-Johan Persson, var í viðtali við Metro news í gær. Ég var ánægð með kappann - sérstaklega þegar hann kom inn á siðferðislega skyldu HM, bæði gagnvart vinnuaðstæðum og vali á módelum fyrir herferðir fyrirtækisins.

  

There’s a lot of debate about anorexic models right now. Shouldn’t H&M introduce curvier models?

We have a huge responsibility here. We’re a large company, many people see us, and we advertise a lot. I don’t think we’ve always been good. Some of the models we’ve had have been too skinny. That’s something we think a lot about and are working on. We want to show diversity in our advertising and not give people the impression that girls have to look a particular way. By and large, I think we’ve succeeded: we’ve many different kinds of models from different ethnic backgrounds. In our last campaign we had a somewhat more buxom model, and now we’re having Beyoncé, who’s a bit curvier as well.

I believe that the models in our advertising should look sound and healthy. There are models who’re too thin or obviously underweight, but there are also those who’re just thin, and they’re the ones we should keep working with, as long as they look sound and healthy. We can get more disciplined, because sometimes there have been mistakes.

Hann talar einnig um þá vinnu sem hefur verið í gangi varðandi bættar vinnuaðstæður í verksmiðjum fyrirtækisins í Bangladesh en fyrirtækið er með miklar framkvæmdar í gangi  til að bæta vinnuöryggi og hefur tvisvar hækkað launataxta hjá starfsfólki sínu.

Verfræðinördinn í mér hefur líka gaman af því að forvitnast um tekjumódelið þeirra en mér fannst áhugaverð pælingin hans um launahækkanirnar. Karl-Johan hefur oft fundað með forsætisráðherra Bangladesh varðandi þessar launahækkanir en forsætisráðherrann hefur ekki alltaf verið hlynntur þessum aðgerðum. Oft eru mörg mismunandi fyrirtæki að vinna innan sömu verksmiðju og því er erfitt fyrir þau fyrirtæki sem eru að vinna í sömu verksmiðju og HM að fylgja ekki eftir þeirra launahækkunum - fók sem situr hlið við hlið í verksmiðjunni býst við að fá greitt sömu laun hvort sem það vinnur fyrir HM eða aðra fatakeðju. Þetta gæti því hrint af stað keðju launahækkana sem á endanum gæti hrakið fataframleiðendur frá Bangladesh (svipað og gerðist í Kína fyrir nokkrum árum) - og það vill hvorki forsætisráðherrann né fólkið í landinu.

Hann kemur líka inn á góðan punkt varðandi high-end fatakeðjurnar. Þær eru oft á tíðum að framleiða fötin sín í sömu verksmiðjum og HM og eru að greiða launþegum sínum nákvæmlega sömu laun. Munurinn er að þau leggja talsvert meira á sínar vörur smile

Hér er greinin í heild sinni fyrir áhugasama.

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.