FISHNET

Skóunnendur þurfa líka að spá í sokkum - fallegir sokkar geta lífgað svo hressilega upp á annars venjulega skó.

Ekki hefði ég trúað því að ég mér myndi einhverntímann finnast fishnet trendið flott. Þegar ég hugsa um fishnet sokka og sokkabuxur þá sé ég ósjálfrátt fyrir mér rauðu hverfin í Amsterdam og víðar í Evrópu. Hinsvegar hafa fishnhet ökklasokkarnir einhvernveginn náð brjóta sér leið inn á cravings listann minn. Fishnet sokkar eru hreinlega mjög smart við hælaskó!

  

Ég er búin að gera dauðaleit að flottum fishnet sokkum hérna á klakanum. Ef einhver veit hvar svona sokka má finna hér á landi, endilega látið mig vita.

Það var ekki erfitt að hafa upp á slíkum sokkum í bandarísku netverslununum góðu - ég fann svona sokka t.d. í F21 og American Apparel. Held ég kippi American Apparel sokkunum með mér heim frá Boston í nóvember ef leitin hér heima ber ekki árangur:

FYI - stúlkan á myndinni er ekki nakin eins og ég hélt við fyrstu sýn - hún er í húðlituðu bodysuit-i. En hér er einmitt dæmi um ímyndina á fishnet fatnaði - afhverju er stelpan látin sitja fyrir hálfnakin í kynþokkafullri pósu þegar verið er að taka mynd fyrir fishnet sokka ?

    

  

  

Hnéháu fishnet sokkarnir frá Free People (hér beint fyrir ofan til vinstri) eru fyrir lengra komna ; )

Hvernig leggst þetta trend í mannskapinn ?

 

---

SigrúnVíkings skrifaði 22.10.12 kl. 12:51

Ég er mjög skotin í lágu týpunni, sérstaklega þessum með bylgju kantinum. En háir fishnet sokkar eru of advanced fyrir mig smile

---

shoejungle skrifaði 22.10.12 kl. 21:13

Algjörlega sammála - ég er skotin í ökklanetasokkum en allt sem nær fyrir ofan ökkla er orðið of mikið smile

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.