FENDI

Það vill oft verða þannig að þegar ég er heima hjá mér þá er sjónvarpið mitt stillt á Fashion TV - hvort sem einhver er að horfa eða ekki. Sérstaklega á svona skemmtilegum tímum í tískuheiminum, þegar að tískuvikurnar ryðja sér til rúms, hver á fætur annarri. Tískusýningar frá tískuvikunum rúlla nær allan sólarhringinn á Fashion TV þessa dagana og ég reyni því að zooma inn og skoða skóna sérstaklega vel.

Skórnir í sumarlínu Fendi fyrir 2013, sem eru unnir í samstarfi við Nicholas Kirkwood, eru gjörsamlega æðislegir. Myndirnar fyrir neðan eru teknar á tískuvikunni í Mílanó nú á dögunum.

  

  

      

    

Er það bara ég eða er pínu Kron Kron fílíngur á ferðinni hér ?

---

Kristbjörg Tinna Ásbjörnsdóttir skrifaði 07.10.12 kl. 20:37

Ég er ekki frá því að það sé smá KronKron yfir þessu. Annars finnst mér efstu til vinstri alveg truflaðir!!

---

ingibjörg theódóra sigurðardóttir skrifaði 07.10.12 kl. 22:14

hælar kælar….verð ég bara endalaust OUT. komdu nú með einhverja fallega flatbotna, hverju á ég að leita eftir í amsterdam wink

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.