FAVORITE FRIDAY

Jólin eru sennilega heilagasti tími okkar Íslendinga. Jólin eru tími fjölskyldunnar, þar sem fjölskyldumeðlemir búsettir erlendis flykkjast heim svo fjölskyldan geti notið dýrmætra samverustunda yfir hátíðarnar. Klukkan sex á aðfangadag sést varla hræða á götum úti en dýrðina má sjá í hverjum einasta stofuglugga. 

Það kom mér á óvart að þessu er alls ekki eins háttað í Bandaríkjunum. Þar er hátíð dagsins í dag, Thanksgiving hátíðin, aðal fjölskylduhátíðin (t.d. ef fólk þarf að velja um að vinna yfir jólin eða á Thanksgiving þá er fyrri kosturinn nær undantekningarlaust fyrir valinu). Það var æðislegt að upplifa Thanksgiving í ekta bandarískri stemmingu og borða kalkún og gómsætt meðlæti ásamt því að horfa á NFL (eini tíminn á árinu sem ég að horfi á amerískan fótbolta). Uppáhaldið mitt við Thanksgiving er samt sem áður ekki Thanksgiving dagurinn sjálfur heldur dagurinn sem fylgir í kjölfarið - Black Friday.

Þar sem Bandaríkjamenn eru oftast nær í fríi bæði á fimmtudag (Thanksgiving) og föstudag (Black Friday) hefur myndast sterk hefð fyrir útsölum þann dag sem leiðir til þess að fólk flykkist í búðir til að klára jólagjafainnkaup. Ohh, ég hreinlega elska þessa hefð - hvenær myndu Íslendingar taka upp á því að halda útsölur rétt fyrir jól ? Aldrei nokkurn tímann!

Útsölurnar eru það ríflegar að fólk tjaldar fyrir utan verslanirnar eftir að hafa lokið Thanksgiving kvöldverðinum. Vinkona mín gerði þetta í fyrra því hana vantaði nýja tölvu og gat fengið nýjustu týpuna á 50% afslætti.

Kvöldið hjá mér er búið að fara í skóinnkaup hjá mínum helstu vefverslunum - Solestruck, NastyGal, Miss KL, Amazon og Tilted Sole. Ég er hér umbil að drekkja hótelinu í Denver með sendingum stíluðum á mig, eins gott að vera með nóg af þjórfé til reiðu þegar ég sæki  þetta allt saman næstu helgi. 

Hér er smá yfirlit yfir tilboðin hjá helstu vefverslununum, fyrir ykkur sem viljið nýta Black Friday útsölurnar. Ég mæli eindregið með því þar sem þetta er besta útsala ársins. Allar neðangreindar verslanir senda til Íslands.

Nasty Gal - 25% afsláttur af öllum skóm fram á sunnudag. Afslátturinn reiknast af verðinu þegar þú bætir vörunni í körfuna. Notið prómókóðann "anything at all" og lækkið sendingargjaldið um $12.

Solestruck - 30% afsláttur af útsöluvörum á föstudag, 40% afsláttur af útsöluvörum á laugardag og 50% afsláttur af útsöluvörum á sunnudag.

MISS KL - Notið repcode SALES og promocode BLKJACK og fáið 15-30% afslátt af heildarupphæð (fer eftir upphæð) og fría sendingu innan Bandaríkjanna.

Tilted Sole - Notið kóðann "signmeup15" og fáið 15% af heildarupphæð kaupa yfir $100 eða "givemeten" og fáið $10 í afslátt fyrir pantanir yfir $75.

Karmaloop - Notið kóðann 50SHADES og fáið 15-30% afslátt (fer eftir upphæð) og fría sendingu innan Bandaríkjanna.

Asos - notið kóðann BLACKFRIDAYBONUS og fáið 20% aukaafslátt af öllum vörum (útsöluvörum og öðrum vörum).

Gleðilegan Black Friday! Einn af mínum uppáhalds föstudögum á árinu smile

 

---

Svana skrifaði 23.11.12 kl. 10:34

ég er orðin svo löt við það að versla á netinu… væri til í að einhver gerði það bara fyrir mig!!

---

Agla skrifaði 23.11.12 kl. 11:13

Í alvöru ? Mér finnst þetta miklu þægilegra en að flækjast um í búðinni, maður getur grandskoðað vöruna í bak og fyrir og þarf ekki að ráfa um með fangið fullt af fötum og skóm sem tekur endalausan tíma að máta smile Svo bara skilar maður því sem passar ekki.. ég verslaði örugglega 80% af öllu á netinu þegar ég bjó úti smile

---








Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.