FATAHERBERGIÐ

Mér tekst alltaf að gleyma því hvað það er í raun og veru mikið mál að flytja. Kassar, fatapokar og skór útum ALLT. Ég veit ekki á hvaða lyfjum fólkið var á á þessum myndum hér að neðan, flutningar eru ekki svona kósý:

  

Sem betur fer á maður góða að, erum búin að fá ómælda hjálp frá vinum og vandamönnum. Það er t.d. loksins að komast mynd á fataherbergið:

  

Ég er svo skrýtin, ég verð alltaf að hafa fötin mín og skóna uppraðaða eftir litum. Miklu þægilegra að finna allt og betri yfirsýn smile

Ég var líka mjög dugleg í gær, fyllti 3 ruslapoka fyrir Kolaportið/Rauða Krossinn. Um að gera að rýma til fyrir nýju, ekki nema mánuður í LA fríið mitt!

Ég þarf svo að splæsa í eina Expedit hillu í viðbót og þá held ég að skórnir mínir verði barasta allir komnir með sinn samastað. Sýni ykkur þegar fataherbergið er alveg tilbúið wink

---

fatou skrifaði 31.01.13 kl. 12:53

Næs - þarf að gera ráð fyrir einu svona í næstu íbúð smile

---

Svana skrifaði 31.01.13 kl. 14:07

Hahah þetta fólk efst var náttúrulega 100% ekki að klára að flytja!! það er svo óóógeðslega leiðinlegt. Hlakka til að sjá pleisið:)

---

greta skrifaði 31.01.13 kl. 15:38

Eg hlakka til ad koma og fa ad sja restina af nýja pleisinu;)

---

inga skrifaði 05.02.13 kl. 0:47

ekkert smá fínt smile

---

Kristbjörg Tinna Ásbjörnsdóttir skrifaði 05.02.13 kl. 1:47

Ég hlakka svo til að koma í heimsókn smile Hjálpuðu þessar myndir þér ekkert að finnast flutningarnir skemmtilegri?

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.