FASHION NIGHT OUT

Það má með sanni segja að helgin hafi byrjað vel en ég fékk svona líka skemmtilegan glaðning í lok vikunnar:

   

Umgjörðin í kringum tískusýninguna var með því flottara sem ég hef séð en sýningin var haldin á 19. hæð í turninum í Höfðatorgi. Hæðin samanstendur af risastóru fokheldu rými með gólfsíðum gluggum allan hringinn - fullkominn staður fyrir tískusýningu. Það þarf vart að taka það fram að útsýnið er með ólíkindum en ljós Reykjavíkurborgar fylla rýmið með ljósadýrð úr öllum áttum. Ljósashowið á sýningunni, tónlistin og fjölbreytt fyrirsætuval settu punktinn hressilega yfir i-ið.

  

  

Eftir skemmtilega sýningu var ferðinni haldið í eftirpartý í Gamla Bíói þar sem við tóku æðislegir tónleikar með Ásgeiri Trausta ásamt annarri skemmtun fyrir augað (fallegir skór í hverju horni).

Tónlist, tíska og vel valinn félagsskapur er svo sannarlega uppskrift að fullkomnu laugardagskvöldi.

---

ingibjörg theódóra sigurðardóttir skrifaði 31.10.12 kl. 8:10

Skemmtiegar myndir mín kæra smile

---

Hildur J skrifaði 01.11.12 kl. 15:58

Gaman gaman smile

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.