Fallegi MMM jakkinn

Ein af mínum uppáhalds flíkum sem ég keypti í Denver er falleg gersemi úr samstarfi H&M og Maison Martin Margiela.

  

Ég var búin að kaupa mér over sized tvíhnepptan frakka í F21  en þegar ég mátaði MMM jakkann fór ég rakleiðis tilbaka inn í F21 og skilaði hinum jakkanum. Þess má geta að þeir kostuðu nánast það sama! Jakkinn kom í fallegum MMM garment poka svo að honum leið vel á leiðinni heim til Íslands.

  

Myndirnar ná engan veginn að sýna hvað þessi jakki er endalaust fallegur enda hafði ég ekki tekið eftir honum þegar ég skoðaði MMM úrvalið á netinu, þegar línan var frumsýnd. Hann er úr stífu fallegu efni og með silfurlitaða sauma hér og þar. Trúi varla enn að ég hafi einungis borgað $40 fyrir þessa gersemi!

  

  

Eitthvað segir mér að þessi jakki verði ofnotaður!

P.s. beltið á síðustu myndinni er líka nýtt uppáhalds. Fæst hjá Asos smile

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.