EUROVISION

Lesendur ShoeJungle sem þekkja mig ekki persónulega fá nú að kynnast nýrri hlið á mér.

Þrátt fyrir að skópælingar séu eitt af mínum stærstu áhugamálum þá er ákveðinn atburður sem skipar stóran sess í mínu lífi - mjög svo mikilvægur atburður.

Ójá, ég er nefnilega forfallið Eurovision-nörd. Þetta er svo skemmtileg hefð og skapar svo skemmtilega stemningu, bæði á Íslandi og hreinlega innan heimsálfunnar allrar. Ég einfaldlega elska að spá og spekúlera í lögunum og spá fyrir um gengi hvers lands út frá nágrannapólitík, gæði laga og landfræðilegri staðsetningu.

Sem betur fer á ég góðan "partner in crime" - hana Fatou vinkonu sem nördast með mér dagana í kringum Eurovision. Í fyrra settum við af stað þá skemmtilegu hefð að halda saman árlegt Eurovision partý og sú hefð verður vonandi í gildi næstu árin smile

Í kvöld er fyrsti í forkeppni á Íslandi og keppa þá 6 lög um 3 sæti á úrslitakvöldinu sem haldið verður í Hörpunni eftir viku. Á morgun keppa önnur 6 lög um 3 sæti sem þýðir að við munum í næstu viku velja á milli 6 laga sem keppast um að taka þátt fyrir Íslands hönd.

HÉR MÁ HLÝÐA Á LÖGIN SEM KEPPAST UM AÐ KOMAST Í ÚRSLIT

Ég er ekki búin að gera upp hug minn varðandi lögin sem keppa um helgina en finnst þó seinni riðillinn mun sterkari. Því miður var ekkert laganna sem greip mig strax við fyrstu hlustun sem er grundvöllur þess að ná toppsætunum í keppninni. Lög eins og Euphoria, Fairytale og fleiri koma sterk upp í minningunni - þau voru svo sannarlega seld frá fyrstu hlustun. 

Sjáum þó hvað setur - góða skemmtun í kvöld fyrir Júrónörda landsins smile

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.