EMMY’S

Fyrir nákvæmlega 2 árum vorum ég og minn maður stödd fyrir utan Nokia Theatre í Los Angeles, búin að svindla okkur í gegnum allar lokaðar götur og security check og komin alveg upp að rauða dreglinum fyrir utan The Emmy's. Þar fylgdumst við með fína og fræga fólkinu streyma að í svörtum glæsikerrum.

  

  

Í kvöld verður það sama uppi á teningnum - nema í þetta sinn fylgjumst við með úr fjarlægð, í gegnum sjónvarpsskjá. Fyrir þá sem eru með E! þá hefst LIVE útsending frá rauða dreglinum á Emmy's kl: 22 í kvöld. Ég mun sitja límd við skjáinn að horfa á alla fínu kjólana og skóna. Vona innilega að stjörnurnar taki smá áhættur í skóvali, skótískan á svona viðburðum vill oft verða ansi dull.

Tölum saman um útkomuna á morgun smile Góða skemmtun fyrir ykkur sem ætlið að horfa!

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.