EMMYS TÍSKAN

Tískan á rauða dreglinum á Emmy verðlaunahátíðinni í gærkvöldi kom skemmtilega á óvart. E! sjónvarpsstöðin tók upp á þeirri skemmtilegu nýbreytni að vera með „stilleto cam“ og „mani cam“ þar sem áhorfendum gafst færi á að sjá skótískuna og skartið á rauða dreglinum í nærmynd. Þetta eru mikil viðbrigða fyrir skóunnendur – ég næ aldrei að sjá skóna á þessum viðburðum nægilega vel enda eru þeir oft faldir undir skósíðum galakjólum.

Það sem bar helst á góma á rauða dreglinum í gær voru háar klaufar, tjull, glimmer og pallíettur, blúndur, blómamunstur og litagleði. Það kom mér í raun ótrúlega á óvart hvað það var margt skemmtilegt í gangi. Og eins þreytt og ég er orðin á high-low pilsatískunni þá voru dömurnar á Emmy‘s með skemmtilegan snúning á því trendi – lágt high low, í raun það lágt að það sást bara rétt glitta í skóna. Eitthvað sem ég er að sjálfsögðu mjög hrifin af - skósýning er aldrei af hinu slæma!

Þá kom mér einnig á óvart hversu margir af þessum fínu gala kjólum voru með vösum á - og sjörnurnar pósuðu hver af annarri með hendur í vösum.

  

Þeir litir sem voru hvað mest áberandi voru sæblár, gulur, ljósgrár og liturinn sem verður sennilega hvað mest ofnotaður í haust – sá vínrauði wink

  

  

Hér koma svo nokkur vel valin outfit frá kvöldinu:

  

Emily Vancamp var ekki í hefndarhug í gær (ef þið eruð ekki byrjuð að horfa á Revenge þá eigið þið aldeilis mikla skemmtum framundan) en var aftur á móti stórglæsileg í þessum æðislega J. Mendel kjól. Ginnifer Goodwin var í fallegum barokk-inspired kjól frá Monique Lhuillier og í támjóum glærum Louis Vuitton hælum - en ekki hvað.

  

Þrátt fyrir mikla litagleði á rauða dreglinum voru svartklæddu dömurnar ekkert síðri. Hér eru þær Eddie Falco og January Jones í mjög svo ólíkum en flottum kjólum. Ég varð að smella inn þessari mynd af Eddie Falco þar sem mig er búið að dreyma um svona fallegt metal belti síðan í byrjun mars.

  

Hér eru svo Hayden Panettiere í kjól frá Marchesa og Emilia Clarke í mínum uppáhalds kjól frá kvöldinu - hvítum drop dead gorgeus Chanel kjól úr vorlínunni 2013. Hvíti liturinn, barokk munstrið og sniðið á pilsinu eru fullkomin blanda að mínu mati.

Það sem var mest áberandi í skótísku kvöldsins voru támjóir nonplatform skór, metal skór og skór með ökkla "cuffs". Það sem kom mér í raun mest á óvart var óvenju hátt hlutfall af metal skóm.. önnur hver daman var í metal lituðum hælum. Það vidi meira að segja svo til að Jena Malone og Maria Menonuos mættu í sömu metal cuff skónum úr 2012 haustlínu Casadei.

  

Æðislega skemmtileg tíska á rauða dreglinum á Emmy's í ár. Ég vona svo sannarlega að næsta verðlaunahátíð skarti jafn mikilli litadýrð og fjölbreytni!

---

Svana skrifaði 25.09.12 kl. 0:29

En fíííííínar:) En já ég þarf að fara að kíkja á Revenge.. vantar e-ð gott til að horfa á:)

---

ingibjörg theódóra sigurðardóttir skrifaði 25.09.12 kl. 11:45

ánægð með litadýrðina smile

---

Kristbjörg Tinna Ásbjörnsdóttir skrifaði 25.09.12 kl. 23:51

Mér finnst Emily Vancamp alltaf jafn hrikalega flott!!

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.