EMMY’S 2013

Emmy's hátíðin var haldin í 65. skiptið í Nokia Theatre, síðasta sunnudagskvöld (aðfaranótt mánudags að íslenskum tíma). Hátíðin var að venju haldin í Nokia Theatre í miðborg Los Angeles.

Ég hef sérstakt dálæti á Emmy's þar sem ég sat þar á fremsta bekk eitt skiptið og horfði á gesti hátíðarinnar streyma að rauða dreglinum. Kjólarnir í fyrra voru ótrúlega litríkir og skemmtilegir svo að ég var mjög spennt að sjá hvernig árið í ár yrði. Ég sat því límd við ipad skjáinn minn sl. sunnudagsnótt þegar ég átti að vera löngu komin í draumalandið og refreshaði helstu fréttamiðlana stöðugt svo ég gæti fylgst með "Red Carpet Arrivals" wink LA vinur minn poppaði einmitt upp á facebook spjallinu og sagði "Ég veit að klukkan er alltof mikið á Íslandi - þú hlýtur bara að vera að horfa á red carpet á Emmy's". Þeir þekkja brjálaða Íslendinginn sinn inn og út þessar elskur heart

Það sem bar hæst á góma í ár voru brúðakjólasnið, sem mér fannst áhugavert. Stjörnurnar streymdu að í kjólum í prinsessu- og hafmeyjusniði og litir kvöldsins voru dumbrauður, fjólublár og hvítur.

  

  

  

Brooke Burke og Julianna Margulies voru flottar í black and white þema:

  

Af öllum hvítu kjólunum á hátíðinni þá stóðu tveir upp úr hjá mér. Báðir semí 90's inspired og skreyttir með fallegum gullituðum skartgripum:

  

Taylor Schilling (Orange is the new Black) í Thakoon kjól og Stuart Weitzman hælum.

  

Padma Lakashmi (Top Chef kynnirinn) í Kaufman Franco kjól. Kjóllinn er reyndar ljós ljósblár en ekki hvítur.

Maria Menounos var með mjög klassískt og flott heildarlúkk og ég var rosa skotin í hárgreiðslunni hennar, látlausri fléttu sem var samt svo fínleg við dressið hennar:

  

Blúndur virtust líka vera vinsælar á rauða dreglinum og mér fannst þessar tvær taka skemmtilegan snúning á því þema:

  

En það dress sem stóð klárlega upp úr hjá mér var hún Julianne Hough í kjól frá Jenny Packham.

  

Mér finnst þetta lúkk gjörsamlega geggjað og langflottast af öllum dressunum í ár. Liturinn á kjólnum, sniðið, rómantíski fídusinn, hárgreiðslan - Julianne fær 10 stig frá mér í ár. Eina sem ég hef út á hana að setja er að ég sé ekki í hvernig skóm hún er wink Las reyndar að hún hefði verið í Jimmy Choo hælum .

Það eru ennþá tæpir 4 mánuðir í Award Season - gaman að fá smá kikkstart með Emmy's wink

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.