ELLA

Ég er svo spennt fyrir kvöldinu - er svo heppin að eiga boðsmiða á tískusýningu fyrir vetrarlínuna hjá ELLU þar sem sumarlínan 2013 verður einnig formlega frumsýnd.

Sýningin er eingönu opin fyrir boðsgesti og lokuð fyrir öllum fjölmiðlum svo að það verður ekki leiðinlegt að vera einn af áhorfendunum.

Mér fannst sýningin frá ELLU mjög flott á síðasta RFF og hreifst sérstaklega af stóru rauðu leðurtöskunum úr fyrstu töskulínu ELLU.

Meira um sýninguna hér á ShoeJungle á morgun.

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.