DIOR COUTURE 2013
Einu sinni fyrir langa löngu þá var ég lítil prinsessa í París. Einkabarn foreldra minna sem harðneitaði að fara í buxur og fór allra ferða sinna klædd í kjól eða pils. Ég vissi fátt skemmtilegra en að kíkja í alla fínu búðargluggana á Champs-Élysées verslunargötunni með mömmu minni. Ég man meira að segja ennþá eftir lyktinni inni í Chanel búðinni - sama lykt og maður fann þegar fínu frúrnar þutu framhjá manni í miðborg Parísar í amstri dagsins.
Ef ég væri ennþá Parísarprinsessa þá hefði ég verið til í að kíkja á Dior Haute Couture sýninguna sem fór fram í fyrradag. Uppsetningin var draumi líkast en Raf Simons (nýráðin listrænn stjórnandi hjá Dior) sótti innblástur í ævisögu Christian Dior sem var sérstaklega hrifin af náttúrunni í sveitarsælunni.
Ég gæti skrifað 10 blogg um öll fallegu dressin en ætla að einblína á skóna í sýningunni:
Támjótt, örlítið innboginn hæll, enginn platform, rendur, hátt hælastykki - fullkomin samsetning fyrir sumarhælana 2013.
Ohh hvað ég hlakka til sumarsins!
---
Kristbjörg Tinna Ásbjörnsdóttir skrifaði 05.02.13 kl. 1:52
Mér finnst þessir ferskjulituðu grín fallegir.. Ég sem hélt að það væri mjög langt í támjóu tískuna?
---